Sigurður Þ. Ragnarsson, vel þekktur undir nafninu Siggi stormur vegna starfa hans við veðurfræði. Birti á síðu sinni beiðni um hugheilar bænir fyrir son sinn Árna Þórð um jólin en Árni er enn í öndunarvél og berst fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild, vegna alvarlegra líffærabilunar. Sigurður þakkar góðar kveðjur á síðu sinni og veitir þar frekari fréttir af gangi mála:
,,Kæru FB vinir. Bestu óskir um gleðilegt ár 2022 með von í brjósti um gæfu og góða heilsu á þessu nýja. Til að upplýsa ykkur, mínir kæru FB-vinir, að þá er staðan á stráknum okkar, honum Árna, lítið breytt. Hann er enn í lífshættu.
En þúsund þakkir fyrir afar vongóða og hlýja strauma, uppörvandi póstsendingar sem gefa manni alveg ótrúlegan styrk og von. Ég á greinilega alveg ómetanlega vini hér á FB. Það er ómetanlegt þegar vinir gefa svona af sér eins og hundruðir hafa gert.
Myndin sem fylgir hér með er frá því þegar Árni minn keypti sína fyrstu íbúð hér á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þremur árum. Guð blessi ykkur öll.“ Segir Sigurður Þ. Ragnarsson.
Fréttatíminn sendir Árna Þórði hugheila bæn og ósk um bata og styrk til að ná heilsu á ný og jafnframt baráttu og kærleikskveðjur til foreldra og fjölskyldunnar, á þessum erfiða tíma.
https://gamli.frettatiminn.is/26/12/2021/arni-thordur-berst-fyrir-lifi-sinu-a-gjorgaesludeild/