21 árs gömul stúlka, Samantha Josephson fannst látin 14 tímum eftir að hún settist upp í bíl sem að hún taldi óvart vera Uber leigubíl sem að hún hafði pantað.
Hún var nemandi í háskólanum í South Carolina. Lögreglan hefur ákært 24 ára gamlan mann fyrir morð á henni og jafnframt fyrir mannrán en CNN skýrði frá málinu áðan. Myndband er af stúlkunni taka feil, þar sem að hún heldur að bíllinn hafi verið að stoppa fyrir sig.
Í bifreiðinni sem að lögreglan hefur nú til rannsóknar, var blóð um allan bíl og í skottinu auk barefla sem að virðast hafa vera notuð við morðið. Ekki er vitað hvort að morðinginn hafi verið að leita að fórnarlambi eða hvort að um algera tilviljun hafi verið um að ræða. En það liggur samt fyrir að maðurinn hefur aldrei haft leyfi til þess að aka Uber bíl. Málið er í rannsókn.
https://www.facebook.com/cnn/videos/422048558366079/?notif_id=1554157537857665¬if_t=live_video_share