Skyndibitakeðjan Subway lokar stöðum
Skyndibitakeðjan Subway býst við því að lokað verði um 500 stöðum keðjunnar, í Norður-Ameríku á þessu ári. En það er jafnframt vonast til að opna um 1.000 staði á sama tíma í öðrum löndum. Fyrirtækið er með 44.000 skyndibitastaði á heimsvísu og er það meira en nokkur annar söluaðili á skyndibita í veröldinni.
Subway gaf út á miðvikudag að búist sé við að staðirnir loki á næstunni. Subway keðjan nefnir að það sé til skoðunar að gera endurbætur á stöðum, þægilegri setustofur og Wi-Fi og USB hleðslutengi fyrir viðskiptavini. Í febrúar s.l. tilkynnti Subway einnig áætlanir um aukna hollustu matvörunnar, til þess að auka viðskipti.
Það var tap á meira en 350 stöðum í Bandaríkjunum árið 2016, fyrsta árið í sögu fyrirtækisins. Eignarhaldsfélag Subway hefur enn ekki gefið út rekstrartölur fyrir árið 2017.
Margir hefðbundnir markaðir og verslanir hefur verið lokað á undanförnum árum, þar sem fólk kaupir meira af vörum á netinu en áður. En það hefur ekki verið raunin fyrir skyndibita, þar sem það er nánast engin samkeppni frá samkeppnisaðilum á internetinu. Þar höfum við sérstöðu. Velta skyndibitastaða kemur hins vegar fram í fækkun viðskiptavina sem að fara í verslunarmiðstöðvar, auk þess sem það er vaxandi eftirspurnar eftir hollum óunnum mat.