Fram kemur á vef íbúa í Garðabæ, að tveimur vespum var stolið þar í gær, eigendurnir eru krakkar í Garðaskóla
Báðar vespurnar eru sömu tegundar og sú sem að er hér á myndinni.
Tvær mæður lýsa því yfir að vespunum hafi verið stolið af börnum þeirra á meðan þau voru í tíma. ,, Vespu sonar míns var stolið fyrir utan Garðaskóla í dag þetta er bensín vespa eins og þessi hérna á myndinni. Vinsamlega hafið samband ef þið rekist á hana í síma 860 8656.“ Segir önnur móðirin og hin hefur sömu sögu að segja. En um er að ræða vespur af gerðinni ZNEN.
Umræða er um að það þurfi að setja upp eftirlitsmyndavélar við skólann til þess að verja eigur nemenda en þjófnaður á reiðhjólum og vespum er algengur á svæðinu og ljóst að mikið fjárhagslegt tjón er fyrir unga krakka þegar að svo dýrmætum munum er stolið.
Þeir sem að geta gefið upplýsingar um vespurnar, er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Einnig er hægt að gefa lögreglunni upplýsingar án þess að segja til nafns með því að hringja í 800 5005.