A kvenna – Uppselt á Ísland – Þýskaland!
Uppselt er orðið á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem selst upp á leik A landsliðs kvenna og því ljóst að áhorfendametið verður slegið í dag!
Leikurinn hefst á Laugardalsvelli klukkan 14:55 í dag. Liðið getur tryggt sér sæti á heimameistaramótinu í Frakklandi á næsta ári með sigri í leiknum.
Íslenska liðið hefur þrisvar sinnum leikið á EM í fótbolta en það var á árunum 2009, 2013 og 2017, en liðið hefur aldrei komist á HM, það er því stór stund í dag hjá landsliðinu.
Þýska liðið er mjög sterkt og það kemur sjaldan fyrir að það tapi leikjum á stórmótum, en Ísland vann samt Þýska liðið 3-2 í fyrri leik liðanna í Wiesbaden fyrir um ári síðan. Það var fyrsta tap Þýskalands í undankeppni EM eða HM í tæp 20 ár. Það er ljóst að það er spennandi leikur framundan í dag, þar sem að allt getur gerst.