Hér eru nokkur mál úr dagbók lögreglu á tímabilinu 31. ágúst kl. 17:00 til 1. september kl. 05:00. Alls eru 44 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Aðili handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og ofbeldi gagnvart lögreglumanni í hverfi 101. Sá var vistaður í fangageymslu.
Tveir aðilar handteknir fyrir áflog og óspektir á almannafæri í hverfi 101. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tveir aðilar handteknir grunaðir um innbrot í verslun í hverfi 221. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Aðili handtekinn grunaður um vopnalagabrot í hverfi 109, en sá var vopnaður höggvopni á almannafæri. Sá var vistaður í fangageymslu.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um þjófnað á vespu í hverfi 270.