Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í sunnan 13-18 m/s í nótt, en hvassari á Kjalarnesi. Sunnan 8-13 fyrir hádegi og hægari annað kvöld. Rigning eða súld með köflum og hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 02.01.2019 21:44. Gildir til: 04.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi sunnan- og suðvestanátt, 13-23 í nótt, hvassast um landið NV-ert. Hægari vindur A-til á landinu, lengst af suðvestan 8-15 m/s. Rigning eða súld með köflum og hiti 4 til 10 stig, en þurrt NA- og A-lands. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 02.01.2019 21:42. Gildir til: 04.01.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 9 stig.
Á laugardag:
Sunnan 10-15 m/s og víða rigning, en vestlægari síðdegis með snjókomu eða éljum og kólnar. Hiti nálægt frostmarki um kvöldið.
Á sunnudag:
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 0 til 4 stig.
Á mánudag:
Suðlæg átt og rigning á köflum en snýst í norðlægari átt á N-verðu landinu með slyddu eða snjókomu. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðlæg átt, frystir víða og ofankoma N-lands fyrripartinn, annars þurrt.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir breytilega átt, bjartviðri og víða talsvert frost.
Spá gerð: 02.01.2019 20:49. Gildir til: 09.01.2019 12:00.