„Ég hef einfaldlega engar málsbætur”
Rod Phillips, fjármálaráðherra Ontario í Kanada, hefur sagt af sér vegna brota á sóttvarnarreglum og þar með skilið við lykilhlutverk sitt í ríkisstjórninni, vegna leynilegs frís á lúxus eyju í Karabíska hafinu. Þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn stóð yfir í héraðinu og strangt útgöngubann í Ontario og heilbrigðisyfirvöld hafa varað alla við ónauðsynlegum ferðalögum.

„Í dag, eftir samtal mitt við Rod Phillips, hef ég samþykkt afsögn hans sem fjármálaráðherra,“ sagði Doug Ford, forsætisráðherra Ontario, í yfirlýsingu. „Á sama tíma og íbúar Ontario hafa fórnað svo miklu, er afsögnin staðfesting á því að ríkisstjórn okkar tekur skyldu sína alvarlega til að sýna gott fordæmi“ sagði hann.
„Þetta voru stórkostleg mistök hjá mér og alvarlegur dómgreindarbrestur og mjög heimskuleg mistök og ég biðst innilegrar afsökunar á því, og ég sé virkilega eftir þessu,“ sagði fjármálaráðherrann við Steve Ryan hjá CP24 á alþjóðaflugvellinum í Pearson. „Ég hef einfaldlega engar málsbætur fyrir þetta ferðalag sem hefði alveg mátt sleppa,“ sagði ráðherrann fyrrverandi.
Umræða