Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05 eru eftirfarandi:
Lögreglustöð 1
Umferðarslys í hverfi 101. Ein bifreið óökufær og fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Annar ökumaðurinn kærður fyrir að aka hópferðabifreið án réttinda.
Þjófnaður úr verslun í hverfi 108. Leyst með aðkomu forráðamanns þar sem gerandi var undir 18 ára.
Þjófnaður úr verslun í hverfi 108. Leyst á vettvangi.
Þjófnaður af veitingastað í hverfi 101. Þjófurinn færður á lögreglustöð til skýrslutöku og laus að því loknu.
Höfð afskipti af ökumanni bifreiðar í hverfi 108. Reyndist vera svipt ökurétti. Leyst með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 2
Ökumaður handtekinn í hverfi 210 grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus að blóðsýnatöku lokinni.
Ökumaður handtekinn í hverfi 220 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti. Laus að blóðsýnatöku lokinni.
Ökumaðurinn handtekinn í hverfi 220 grunaður um akstur undir áhrifum áfengis sem og fíkniefna. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti. Laus að sýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 3
Þjófnaður úr verslun í hverfi 200. Þjófurinn yfirbugaður á vettvangi og handtekinn er lögreglumenn bar að garði. Færður á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til hægt er að yfirheyra hann vegna málsins.
Lögreglustöð 4
Umferðarslys í hverfi 110. Engin slys á fólki en ein bifreið óökufær og því dregin af vettvangi.