Hermann Ólafsson var handtekinn af sérsveit lögreglunnar fyrir að hafa verið sagður beita byssu að björgunarsveitarmönnum. Hermann neitar staðfastlega sök i málinu og ætlar að leita réttar síns fyrir dómstólum.
Hermann segir að um rangar sakargiftir sé um að ræða og við því liggur fangelsisvist á hendur þeim sem slíkt gerir, ef rétt reynist, samkvæmt hegningarlögum um rangar sakargiftir. Hermann útskýrði vel í gær í sjónvarpi að í besta falli væri um misskilning að ræða en hann væri 100% saklaus. Þá sagði Hermann að hann hefði óttast um líf sitt, þar sem hann er hjartveikur og hann óttaðist hreinlega um að þola ekki þá harkalegu meðferð sem hann var beittur.
Magnús Guðbergsson vistvænn smábátasjómaður sem þekkir Hermann vel, fordæmir aðfarirnar sem og aðrir sem þekkja vel til Hermanns í gegnum tíðina en mjög gott og traust orð hefur ávallt farið af Hemma í Stakkavík og fleiri taka undir með Magnúsi:

Það er óþverraskapur að meðhöndla aldraðan mann svona!
Og mann sem gerir allt gott fyrir samfélagið
Sem hefur lagt mikið af mörkum til samfélagsins.
Hann er nýlega kominn úr axla aðgerð og þetta er ekki boðlegt
Það hefði vel verið hægt að nálgast hann á annan hátt. Hermann á alla mína samúð.
Hver aðdragandi var að þessu þá hefur ekkert verið sannað í þeim efnum.