Minnkandi stuðningur við ríkisstjórnina – Aukið fylgi við Miðflokkinn
Tæplega 63% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina, sem er röskum fjórum prósentustigum minna en í síðustu mælingu.
Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Miðflokksins eykst um tæplega tvö prósentustig.
Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,2 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 32% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag og er það mesta fylgi sem Samfylkingin hefur mælst með síðan í apríl 2009.
Tæplega 21% kysu Sjálfstæðisflokkinn, næstum 14% Viðreisn, nær 11% Miðflokkinn og hátt í 7% Flokk fólksins. Tæplega 6% kysu Framsóknarflokkinn en fylgi hans hefur ekki mælst lægra en nú í sumar síðan mælingar Gallup hófust í júní 1992. Liðlega 4% kysu Pírata, ríflega 3% Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn og tæplega 1% aðra flokka.
Nær 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa og rösklega 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.
Spurt var:
• Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
• En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
• Styður þú ríkisstjórnina?
Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 2. – 30. júní 2025. Heildarúrtaksstærð var 10.216 og þátttökuhlutfall var 46,5%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,5%.
Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.
Útgefið af: Gallup – Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.