Níu núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja eru með réttarstöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara
Mikið af gögnum er undir, meðal annars á annað þúsund smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, þáverandi forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara í málinu, sem starfaði fyrir Samherja í Namibíu. Þá hafa rannsakendur bæði á Íslandi og í Namibíu skipst á gögnum í gegnum árin. Þetta kemur fram í frétt ríkisútvapsins.
Sex ára ferli
Tæp sex ár eru síðan Kveikur, í samstarfi við Wikileaks, fjallaði ítarlega um Samherjaskjölin sem vörpuðu ljósi á meint lögbrot Samherja í Namibíu, meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Héraðssaksóknari hóf í framhaldinu rannsókn á málinu, sem nú er lokið — fimm árum eftir að hún hófst.