Klukkan 10:36 hóf þyrla LHG sig á loft frá Ísafjarðarflugvelli með lögreglumann úr lögreglunni á Vestfjörðum og fulltrúa Náttúruverndarstofnunar á Ísafirði (fulltrúi landvarða í Hornstrandafriðlandinu) um borð.
Flogið var m.a. yfir Hlöðuvík, Hornvík allt suður að Dröngum, Jökulfirði og Höfðaströnd. Flugið tók um tvær klukkustundir. Engann hvítabjörn var að sjá eða ummerki um landtöku.
Flugið var framkvæmt að ósk lögreglunnar á Vestfjörðum m.a. í ljósi myndbands sem birtist á netmiðlum fyrr í vikunni og fjallað hefur verið um áður.
Eins og reynslan hefur sýnt okkur í gegnum tíðina getum við ekki útilokað að einhvern tíma birtist hvítabjörn við eða á land. Hvatt er til aðgæslu og eins að gera yfirvöldum viðvart ef grunur um slíkt vaknar. Annað hvort lögregluna eða Landhelgisgæslunna, í gegnum síma Neyðarlínunnar 112.
Umræða

