Strandveiðar eru bitbein kerfisins

En eru jafnframt atvinnuskapandi og efla samfélög þar sem þær eru stundaðar. Deila má um hvort kvótakerfið hafi aukið störf frá lagasetningu fyrir sjómenn almennt. Segja má að kerfið hafi aftrað því að sjómenn hafi getað haft það atvinnufrelsi og tryggingu um að þeir gætu allir haft atvinnu við sjómennsku.
Nú segja má með sanni að samruni fyrirtækja hafi stuðlað að fækkun skipa og auknum heimildum á færri skip. Þannig að þetta hlýtur að vera öllum ljóst.
En víkjum þá að því frelsi sem eftir er í fiskveiðikerfi okkar Íslendinga sem eru Strandveiðar sem ættu að hefjast 15 mars og standa yfir út september. þess háttar fyrirkomulag styrkir bygðir og atvinnu í minni byggðarlögum.
48 dagar án stöðvunar frjálst að veiða allt tímabilið.
Engin svæðaskipting
Öryggi sjómanna tryggt að mestu og besta hráefni á hverjum stað. Aukið verðmæti fyrir land og þjóð.
Minnsta kolefnisspor
Allir græða á slíku fyrirkomulagi. Auk þess gerir þess háttar fyrirkomulag með kerfið mönnum sem misst hafa atvinnu hjá stórútgerðinni kleift að hefja útgerð og þannig geta nýtt sína þekkingu og menntun áfram. Svona getum við tryggt atvinnufrelsi sem og mannréttindi, fyrir komandi kynslóðir