Tveir eru með COVID smit á Austurlandi og í einangrun
Nokkrar ábendingar hafa borist aðgerðastjórn um meint brot á nýjum sóttvarnareglum sem hefur verið fylgt eftir og reglur áréttaðar. Lagfæringar verið gerðar undantekningalaust. Um vangá er að ræða fyrst og fremst og í einhverjum tilvikum þekkingarleysi. Því er mikilvægt að við kynnum okkur reglurnar sem gilda og fylgjum þeim eftir. Er þar sérstaklega minnt á grímuskylda í verslunum sem nú er orðin alger og án undantekninga nema þeim sem fæddir eru 2011 og síðar.
Mikil og krefjandi vinna er nú á herðum starfsmanna skólanna þar sem verið er að útfæra fyrirkomulag í starfsemi þeirra fyrir morgundaginn. Sýnum því skilning að verkefnið er ekki einfalt og það er mikilvægt að foreldrar og nemendur vinni saman að því með starfsmönnum skólanna.
Höldum áfram að arka þetta saman og á leiðarenda.
Umræða