Samfylkingin mælist enn langstærst með rúmlega 28 prósent
Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að falla og flokkurinn mælist nú aðeins með um átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin mælist enn langstærst með rúmlega 28 prósenta fylgi og bætir við sig fylgi frá fyrri mánuði.
Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með um 10% fylgi og bætir við sig fylgi samkvæmt könnun Gallup. Vinstri grænir hafa hrapað niður í 6% fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina mælist aðeins 32%.
Umræða