Fall fiskistofna úr 600 þúsund tonnum í 213 þúsund tonn – Kvótakerfið ónýtt í 40 ár þar sem verðminni fiski er hent aftur í hafið og svindlað á ýmsa vegu
Í upphafi núverandi kvótakerfis átti allan tíman að losa sig við smærri útgerðir. Enda strax í upphafi þess kerfis fór að bera á því á hverjum áramótum að bátum var fargað. Vegna þess að menn sáu sér ekki rekstrargrundvöll í þeim heimildum sem þeim var úthlutað.
Enda vóru þær lítið hlutfall af þeim heimildum sem þessar trillur máttu veiða allt árið með allskonar veiðarfærum. Oftast var miðað við tonnatölu báta sem leit þá einhvern veginn út að ef bátar vóru skráðir 5 tonna var hámark afli 50 tonn 7 tonna bátar 70 tonn og svo koll af kolli.
Þessar allar heimildir vóru aldrei allar settar inn með úthlutun á meðaltalsaflareynslu. Heldur rann stór hluti þessara heimilda sem trillur nýttu ekki og bjuggu til aflareynslu sín megin til stórútgerðar og í svokölluðum skipstjórakvóta.Þar sem nýja fiskveiðikerfi var hugsað til að ná í meiri heimildir á færri stórútgerðir sem teknar vóru af trilluútgerð.
Mátti líta á að trilluútgerð hefði innbyggða hvata hjá sér með fiskfriðunarstefnu sem var vissulega umhverfisvænni. Það sem ekki veiddist ekki varð einfaldlega eftir i sjónum.
Nú vóru þessar heimildir sem verndun lífríkis til að byggjauppfiskistofna okkar áfram. Þær runnu svo til stórútgerðar í kolefnistærri útgerða sem skildu aldrei neitt eftir nema því síður enda drógust aflaheimildir saman um nær helming í framhaldinu.
Og trillukarlar fengu ekki að nýta útgerðir smábáta sem lífsviðurværi fyrir sig og sína af einhverjum sökum og völdum sem var og hefur alltaf verið stefna stjórnvalda sem og SFS. Strandveiðar eru sagðar takmarkaðar. Auðvitað eru þær það ef ekki má nýta þær meira en 3% á ári hverju.
Þetta er eins og loka einhvern inn í herbergi án lykla til að komast lengra í blokk.
Auðvelt að segja strandveiðar sóun ef þær hafa ekki fengið lykla út úr þessu herbergi í 40 ár.
Hver veit ef Strandveiðar væru gefnar frjálsar hvort þjóðin myndi hreinlega hagnast verulega af slíkum veiðum í dag. Hvernig er hægt að kalla okkur sóun þrátt fyrir enga tilraun um annað að við gætum veitt verulegan hluta útgefinna aflaheimilda ár hvert á umhverfisvænstu veiðarfæri sem og gert byggðum landsins fært til búsetu með hærra atvinnuöryggi allt árið.
Því var kerfinu stillt upp í upphafi þannig að drepa ætti allt sem héti trilluútgerð. Margir seldu eftir smánarlega úthlutun aðrir þrjóskast við og aðrir mistu allt sitt á þessari kerfisbreytingu sem var gerð til að byggja upp fiskistofna okkar til framtíðar.
Nú hefur sú tilraun staðið yfir í rúmlega 40 ár og enginn er árangur ennþá nema síður sé. Fall fiskistofna úr 500-600 þúsund tonnum er í dag 213 þúsund tonn.
Fyrir þjóðina. Er þá uppbygging þessa kerfis eingöngu að skila sér í færri fyrirtækjum sem hafa sótt allar aflaheimildir sér á hendi með því að selja sín á milli aflaheimildir innan ársins og mynda þannig stöðugt meira veðrými fyrir frekari uppkaupum á meiri og meiri aflaheimildum sem eru veðsettar á þjóðina alla.
Jafnframt þessu hafa þeir spunnið upp verð sem hefur gert þeim kleift að hefja uppkaup á allskonar innviðum sem hinn almenni borgari er háður. Á sama tíma hafa þeir veðsett auðlind landsmanna til uppkaupa á skuldlausum eignum um allan heim allt með veðsetningu á þjóðina og eigur hennar.
Jafnframt er sú staðreynd að samhliða samþjöppun og stærri og öflugri veiðarfærum. Hefur það gerst á þeirra vakt að fiskistofnar hafa hrunið. Þrátt fyrir að trillur strandveiðar séu bundnar 97% úr árinu.
Þannig að ég spyr hverjum er um að kenna að hér er hátt vaxtastig óðaverðbólga einokun á verslun og öðrum innviðum þjóðfélagsins.
Í stað þess að greiða veiðigjaldið, hefur stórútgerð fjárfest í hinum og þessum fyrirtækjum innanlands.
Til að komast hjá þessari greiðslu til almennings fyrir afnotaréttinn af auðlindum þjóðarinnar.
Er þá ekki réttara að bæta verulega við veiðar á Strandveiðum og opna tímabilið fyrir umhverfisvænni veiðar og setja stórútgerð í skammarkrókinn þar sem ástandið getur einungis skrifast á þá þar sem þeir hafa haft umsjón með að tryggja að mataröryggi heimsins skaðist ekki í núverandi aðstæðum sem er váleg tíðindi um yfirvofandi stríð í heiminum.
Treystir ríkisstjórn íslands sér ekki til að tryggja landsmönnum tryggt ástand með auðlindir sem er mataröryggi við slíkar aðstæður sem hafa skapast. Við meigum hvorki sofna á verðinum um veiðarfæri og skaðsemi dregina veiðarfæra á viðkvæmum uppeldisstövum fiskveiðiauðlinda okkar sem eiga sér skjól upp við landgrunnið.
Við byggðum stærri skip til að geta sótt fisk á dýpri og farið lengri leiðir. Ekki byggðum við þau upp til að plægja kálgarða eða hreinsa snjó af bílaplönum landsmanna. Er það samt virkilega svo að smábátar séu í raun fyrir stórum skipum á grunninu.
Getur verið að þeir séu búnir að eyðileggja allt á dýpri slóðum og séu komnir til baka uppí fjöru til að skemma lífríki þar líka og róta upp botni á grunnslóð sem hefur í för með sér súrnun sjávar og áhrif á lífsgæði fólks og mögulega búsetu á landinu til framtíðar. Við sitjum uppi með allt þetta og líka að
nú hefur það gerst að Ísland hefur nokkra lénsherra sem hafa getað stjórnað ríkisstjórn íslands í valdi fjármagns.
Fall fiskistofna úr 600 þúsund tonnum í 213 þúsund tonn með ónýtt kvótakerfi í 40 ár, þar sem verðminni fiski er hent aftur í hafið og svindlað á ýmsa vegu. Keyrt framhjá vigtum, ísprósenta fölsuð. Ufsi efst í fullum þorsk körum og svo má endalaust telja. Fiskifræðingar setja svo Þessar röngu upplýsingar í tölvuna hjá sér og reikna. Þegar forsendurnar eru allar rangar í áratugi getur útkoman aldrei verið rétt. Niðurstaðan er hinsvegar ljós, þetta kvótakerfi er handónýtt! Ætlum við að halda því áfram næstu 40 árin með sama árangri af þessu kerfi og koma okkur þannig niður í 107 þúsund tonn?
Er það þannig land sem þjóðin og komandi kynslóðir vilja byggja sína framtíð á. Annars gleðilegt nýtt ár og vonandi breytingar til batnaðar og réttlætis fyrir þjóðina alla.