3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Lögreglan lýsir eftir Anítu Maríu Hjaltadóttur, 36 ára

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Anítu Maríu Hjaltadóttur, 36 ára. Hún er grannvaxin, 164 sm á hæð, með sítt, ljóst hár (oft með tagl), brún augu og húðflúr á höndum. Talið er að Aníta, sem er sólbrún, sé klædd í svarta kápu með loði, hvítar þröngar buxur og íþróttaskó.
Hún kann að vera með hvíta hanska eða vettlinga. Aníta hefur glímt við veikindi og er mjög áríðandi að hún finnist sem allra fyrst.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Anítu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.