-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn í sókn

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fylgi Miðflokksins eykst um tvö prósentustig

Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn auka fylgi sitt en Samfylkingin tapar fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um þrjú prósentustig milli mælinga eftir mikla fylgisaukningu í janúar, en næstum 15% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag.
Fylgi Miðflokksins eykst um nær tvö prósentustig en rúmlega 14% segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Sósíalistaflokksins eykst um tæplega tvö prósentustig, en 5% segjast myndu kjósa flokkinn, og fylgi Vinstri grænna eykst um rösklega eitt prósentustig en nær 12% segjast myndu kjósa flokkinn nú.
Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,0-0,8 prósentustig. Slétt 22% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 11% Pírata, ríflega 10% Viðreisn, 7% Framsóknarflokkinn og 4% Flokk fólksins. Næstum 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og liðlega 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Stuðningur við ríkisstjórn

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um nær tvö prósentustig milli mælinga og segjast rúmlega 48% þeirra sem taka afstöðu styðja hana.
Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við fjórum spurningum:

  • „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?
  • Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu”
  • Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?”
  • „Styður þú ríkisstjórnina”

Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. febrúar til 1. mars 2020. Heildarúrtaksstærð var 7.964 og þátttökuhlutfall var 53,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.