• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 16. nóvember 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Nú er tíminn til að efla innlenda matvælaframleiðslu

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
3. apríl 2020
in Fréttir, Innlent
A A
0

Framleiðum okkar matvæli innanlands

Nú er tíminn til að efla innlenda matvælaframleiðslu
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Sjúkdómar og faraldrar hafa hrjáð mannkynið um aldir. Með tilkomu lyfja, auknu hreinlæti og betri heilbrigðisþjónustu höfum við náð að bæta almennt heilbrigði. Á móti kemur að ferðalög heimshorna á milli er nú á færi stórs hluta mannskyns. Útbreiðsla smitsjúkdóma hringinn í kringum veröldina getur því gerst á undra skömmum tíma.

Tímamót

Heimurinn stendur á tímamótum, nú þegar ný tegund veiru herjar á. Þótt veiran sé skæð sýnist hún ekki eins illvíg og margar þær sem mannkynið hefur áður þurft að takast á við. En nú ber nýrra við, því hraði útbreiðslunnar er með áður óþekktum hætti. Öflug efnahagskerfi veraldar riða nánast samtímis til falls og enginn veit hver áhrifin verða til lengri tíma. Viðbúið er að veröldin muni líta öðruvísi út þegar þessum faraldri linnir. Hver hefði búist við því að ferðafrelsi yrði heft með þeim hætti sem flest lönd hafa tekið upp? Og það í lýðræðisþjóðfélögum nútímans.

Fæðuöryggi

Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram fyrr í vetur um þjóðaröryggi og fæðuöryggi kom fram að ekki liggur fyrir sérstök viðbragðsáætlun ef flutningsleiðir til landsins lokast skyndilega eða teppast. Maður skyldi ætla að stjórnvöld hefðu skoðað þennan möguleika, ekki síst eftir reynslu síðustu ára. Það hefur gerst að minnsta kosti þrisvar sinnum á síðustu árum að slík staða var ekki fjarlægur möguleiki, fyrst vegna heimsfaraldurs inflúensu 2008, síðan vegna hrunsins og loks vegna Eyjafjallagossins. Allir þessir atburðir gátu, ef allt færi á versta veg, valdið vöruskorti hér á landi, um lengri eða skemmri tíma.

Eldsneyti til tveggja vikna

Í fyrirspurninni spurði ég sérstaklega um matvæli, eldsneyti og lyfjabirgðir. Þrátt fyrir að vera matvælaframleiðsluþjóð, er augljóst að til að afla hráefna til þeirrar framleiðslu þarf eldsneyti, ella stöðvast mest öll framleiðsla þeirra vara. Í svari ráðherra kom fram að birgðir eldsneytis í landinu geta minnst verið til tveggja vikna.

Matvæli, eldsneyti og lyf

Þjóð, sem býr lengst úti í hafi, getur ekki leyft sér að vera vanbúin að þessu leyti, við getum ekki bara yppt öxlum og treyst á tíðar skipakomur og að innflutningur matvæla sé ætíð tryggur. Nú er rétti tíminn til að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu, skjóta tryggum stoðum undir framleiðslu mjólkur, kjöts og eggja í landbúnaði og stórefla grænmetisræktun. Við búum svo vel að hafa aðgang að nægri raforku og höfum alla burði til að vera sem mest sjálfum okkur næg um matvæli.

Loftslagsáhrif flutninga

Um leið og íslensk matvælaframleiðsla væri efld sparast langir flutningar með vörur landa og heimsálfa á milli. Áhrif umsvifa mannsins á umhverfi sitt, ekki hvað síst á loftslag, er flestum mikið áhyggjuefni. Ef vörur eru framleiddar sem næst neytandanum væri unnt að minnka þá mengun sem er tilkomin vegna flutninga með matvæli sem unnt er að rækta eða vinna innanlands.

Framleiðum okkar matvæli innanlands

Ástandið nú vegna veirufaraldursins ætti að kenna okkur að við þurfum að geta brauðfætt okkur af því sem unnt er að framleiða hér innanlands. Landbúnaðarframleiðsla okkar á undir högg að sækja fyrir margra hluta sakir, hún getur illa keppt við oft niðurgreiddar og verksmiðjuframleiddar vörur stórþjóðanna. Holl, hrein og örugg vara íslenskra bænda er dýrari en kjötmeti framleitt með aðstoð sýklalyfja við óheilbrigðar aðstæður. Sláum tvær flugur í einu höggi, minnkum kolefnisfótspor okkar og eflum í leiðinni íslenska framleiðslu, sem er gjaldeyrissparandi og viðheldur þekkingu á framleiðsluaðferðum hér innanlands.
Höfundur:  Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Greinin birtist einnig í Bændablaðinu

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Nýtt flugfélag í Keflavík

    Nýtt flugfélag í Keflavík

    44 deilingar
    Share 18 Tweet 11
  • ,,Morðinginn er enn á lífi og það er vitað hver hann er“

    82 deilingar
    Share 33 Tweet 21
  • Var Eggert myrtur? – Dularfullt andlát

    47 deilingar
    Share 19 Tweet 12
  • Egill greiddi 17.776 krónur fyrir klukkustund í bílastæðagjald

    42 deilingar
    Share 17 Tweet 11
  • Eftirlýst kona handtekin

    96 deilingar
    Share 38 Tweet 24
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?