Lilja Rafney flutti ræðu þar sem hún kynnti frumkvæðismál meirihluta atvinnuveganefndar sem felur í sér að afturkalla núverandi kerfi í veiðistjórn grásleppu og taka upp dagakerfi á ný.
Kerfið sem sett var á í fyrra hefur mætt harðri gagnrýni frá sjómönnum víða um land. Það hefur ýtt undir samþjöppun í greininni og valdið því að margir minni bátar fá litla sem enga úthlutun, sem gerir veiðar óhagkvæmar.
Þetta hefur alvarleg áhrif á atvinnufrelsi einstaklinga með neikvæðum áhrifum á byggðir þar sem grásleppuveiðar hafa verið mikilvægur þáttur í atvinnusköpun og tekjuöflun. Flokkur fólksins stendur með sjómönnum, byggðum landsins og réttlátu fyrirkomulagi í sjávarútvegi.
Umræða

