Samtökin Orkan okkar hefur sent umsögn um orkupakkann til Alþingis ásamt kröfu um að hafna orkupakkanum
Meðal þeirra sem skrifa undir eru 5 fyrrverandi ráðherrar. Það eru þeir: Guðni Ágústsson, Hjörleifur Guttormsson, Jón Bjarnason, Sighvatur Björgvinsson og Ögmundur Jónasson. Flestir, sem skrifa undir áskorunina, eru meðal stofnenda samtakanna en allir eiga það sameiginlegt að hafa kafað djúpt ofan í orkupakkamálið auk þess að skoða það í víðu samhengi. Undirskriftirnar endurspegla breiðan hóp og að andstaðan við orkupakka 3 er þverpólitísk.
,,Við undirrituð höfum kynnt okkur framkomna þingsályktunartillögu (777. mál) og frumvörp til
laga sem henni tengjast (782. og 791. mál), rætt málið á fjölsóttum fundum og við marga sérfróða
aðila.
Niðurstaða okkar er sú að Alþingi eigi ekki að heimila ríkisstjórninni að staðfesta ákvörðun
sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 frá 5. maí 2017 um breytingu á IV. viðauka
(Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992. Alþingi eigi ekki að heimila að þær gerðir sem
taldar eru upp í umræddri tillögu verði teknar upp í EES-samninginn eða innleiddar í
landslög.
Margar ástæður lúta að ofangreindri niðurstöðu. Þær varða meðal annars rétta framkvæmd EES
samningsins, stjórnarskrá Íslands, sérstöðu og hagsmuni Íslands í orkumálum og afstöðu
almennings til málsins.“
Um samtökin Orkan okkar
Orkan okkar eru þverpólitísk samtök einstaklinga sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt
Íslands í orkumálum. Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi
orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar
ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn.
Hátt í sjö þúsund manns hafa gengið í hópinn Orkan okkar á Facebook en í þann hóp eru allir
velkomnir sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að
hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.
Auk þessa hafa fleiri en tíu þúsund manns tekið undir áskorun Orkunnar okkar á netinu til
þingmanna um að hafna orkupakkanum. Söfnun áskorana til þingmanna mun halda áfram á meðan
Alþingi hefur málið til meðferðar. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu samtakanna:
www.orkanokkar.is
1
Einhliða fyrirvari í innleiðingu veldur lagalegri óvissu
Ríkisstjórnin hyggst taka allan þriðja orkupakkann upp í EES samninginn án nokkurs fyrirvara en
innleiða reglugerðir 713/2009, 714/2009 og 543/2013 í íslenskan rétt með þeim einhliða lagalega
fyrirvara að þær „komi ekki til framkvæmda“ hér á meðan landið er ótengt raforkumarkaði ESB.
Þessari leið fylgir lagaleg óvissa.
Með því að innleiða orkupakkann í EES samninginn er Ísland bundið að þjóðarrétti til að innleiða
hann að fullu í íslenskan rétt. Ekki eru fordæmi þess að aðildarríki samningsins hafi tekið sér
einhliða undanþágur frá þeirri skyldu. Til þessa hafa undanþágur komið frá sameiginlegu
EES-nefndinni þar sem allir aðilar samningsins eiga fulltrúa.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ber að stefna aðildarríkjum fyrir ranga innleiðingu. Í raun gæti hver
sem er stefnt Íslandi fyrir EFTA dómstólinn fyrir innleiðingarbrot. Fremur líklegt verður að telja að
Ísland yrði þá dæmt til að fella niður einhliða fyrirvara sinn um tengingu. Þá kæmu reglugerðirnar
„tilframkvæmda“ en afleiðingar þess hafa ekki verið greindar.
Hinn lagalegi fyrirvari um grunnvirki er ekki kominn fram
Þingmenn veita því eflaust athygli að í sjálfri tillögunni til þingsályktunar á þingskjali 1237 er
enginn fyrirvari. Verði tillagan samþykkt óbreytt mun því allur orkupakkinn tekinn inn í
EES-samninginn og Ísland verður þá bundið að þjóðarétti til að innleiða alla þá löggjöf sem af
honum leiðir.
Með ákvörðun 93/2017 veitti sameiginlega EES-nefndin Íslandi undanþágu frá innleiðingu fjögurra
gerða orkupakkans er varða jarðgas. Í þeim tilfellum er orðalag nefndarinnar skýrt: „Reglugerðin
gildir ekki um Island“ Alþingi er því ekki skuldbundið til að innleiða þær reglur í íslenskan rétt.
Því miður veitti sameiginlega EES-nefndin ekki slíkar undanþágur frá þeim fjórum gerðum
pakkans sem varða raforkumarkaðinn. Ísland er því skylt að innleiða þær í íslensk lög verði tillagan
samþykkt.
Í greinargerð með þingmálinu (þingskjal 1237) er samt sem áður boðað að verði tillagan samþykkt
muni reglugerðirnar innleiddar í íslenskan rétt með „lagalegum fyrirvara um að grunnvirki sem
gera mögulegt að flytja raforku milli Islands og orkumarkaðar ESB verði ekki reist eða áætluð
nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar og komi ákvæði hennar
sem varða tengingar yfir landamæri ekki til_framkvæmda_fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.“
Þau frumvörp sem leiða af reglugerðum 713/2009, 714/2009 og 543/2013 hafa ekki enn verið lögð
fram. Því hefur ekki gefist tækifæri til að skoða hvernig hinn lagalegi fyrirvari verður útfærður, til
hvaða ákvæða hann mun ná eða leggja mat á áhrif hans á innleiðinguna. Við teljum að Alþingi
hljóti að fresta umfjöllun sinni um þingsályktunina þar til þessi frumvörp hafa komið fram og
útfærsla fyrirvarans er orðin ljós.
Rétt er að vekja athygli á því að komi til ágreinings, verður EES-samningurinn túlkaður af EFTAdómstólnum samkvæmt þeim ákvæðum sem í samningnum eru, en ekki samkvæmt ákvæðum í
löggjöf Íslands eða pólitískum yfirlýsingum.
EES-samningurinn fer ekki í uppnám þótt Alþingi hafni orkupakkanum
Þegar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar kalla á lagasetningu hér á landi eru þær teknar
með fyrirvara um samþykki Alþingis sbr. 21. gr. stjórnarskrárinnar. Frá upphafi hefur það verið ein
2
af forsendum EES-samningsins að aðildarríki geti hafnað löggjöf og lagbreytingum frá ESB. Í
EES-samningnum eru ákvæði til að finna farsæla lausn í slíkum tilvikum.
Í 102. gr. EES-samningsins er fjallað um hvernig skuli bregðast við ef ekki næst samkomulag.
Sameiginlega EES-nefndin skal þá „gera sittýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við“.
Slík lausn gæti í þessu tilfelli falist í því að nefndin samþykkti að Ísland væri undanþegið
orkupakkanum í heild sinni en ekki bara þeim hluta hans sem varðar jarðgas, enda er Ísland ekki
tengt orkumarkaði ESB.
Sameignlega EES-nefndin veiti Íslandi gilda undanþágu
Sameiginlegur skilningur utanríkisráðherra Íslands og framkvæmdastjóra orkumála í
framkvæmdastjórn ESB frá 20.3.2019 er:
„Raforkukerfi Islands er eins og stendur einangrað kerfi og ekki tengt við raforkusæstreng milli
Islands og orkukerfis innri markaðar ESB. Iþ v í ljósi hefur stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans,
þ.e. þau sem varða viðskipti og grunnvirki fyrir raforku yfir landamæri, ekki gildi eða neina
raunhæfa þýðingu fyrir Island á meðan enginn raforkusæstrengur er til staðar.“
Þótt pólitísk yfirlýsing af þessu tagi hafi ekki mikla þýðingu fyrir dómi þá gæti hún verið
leiðbeinandi fyrir fulltrúa ESB í sameiginlegu EES-nefndinni. Undanþága á þeim vettvangi ætti því
að vera auðsóttari nú og í raun skylt að láta á það reyna hvort hún geti fengist, áður en lengra er
haldið með málið. Með undanþágu frá sameiginlegu EES-nefndinni væri lagalegri óvissu eytt bæði
gagnvart EES samningnum og stjórnarskránni.
Ekki ógn við EES-samninginn að óska eftir undanþágu
Sem betur fer bendir ekkert til þess að aðilar EES-samningsins hafi beitt íslensk stjórnvöld
þrýstingi til að samþykkja orkupakkann. Enda væri slíkt afar óeðlilegt og EES-samningurinn þá í
uppnámi ef Alþingi gæti ekki, þegar á reynir, hafnað lagasetningu með málefnalegum rökum. Það
er sameiginlegur skilningur aðila að Ísland sé ekki tengt við raforkumarkað ESB. Við þær aðstæður
ætti að vera eðlilegt að Ísland sé undanþegið innleiðingu löggjafar orkumarkaðar ESB.
Mörg fordæmi um undanþágur í EES-samningnum
Sameiginlega EES-nefndin hefur veitt aðildarríkjum ýmsar undanþágur. Ísland hefur sem dæmi
fengið undanþágur frá innleiðingu regluverks um jarðgas, skipaskurði, járnbrautir og aðra löggjöf
sem ekki eiga við hér á landi. Slíkar undanþágur hafa ekki valdið truflunum á samningnum eða
fjórfrelsinu. Sama ætti við fái Ísland undanþágu frá löggjöf orkumarkaðar ESB. Enda gæti Ísland
eftir sem áður innleitt löggjöf sameiginlega markaðarins um tækni- og öryggiskilyrði raftækja,
orkumerkingar, visthönnun vöru o.fl.
Samþykkt orkupakkans getur valdið miklu ósætti um EES-samninginn
Yfirgnæfandi meirihluti almennings er andvígur því að vald yfir orkumálum landsins færist til
stofnana ESB. Með orkupökkunum innleiðum við jafnframt löggjöf sem hvorki hentar aðstæðum á
Íslandi né hagsmunum Íslands. Hluti framkvæmdavalds og dómsvalds í orkumálum flyst úr landi.
Nokkrir flokkar hafa ályktað gegn framsali valds í orkumálum til ESB og má þar nefna
Framsóknarflokk, Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Flokk fólksins en fram til þessa hefur VG lagst
3
gegn því að Ísland undirgangist lög og reglur ESB í raforkumálum og má í því sambandi minna á
harða andstöðu þingmanna flokksins gegn orkupökkum eitt og tvö.
Frá því orkupakkinn var lagður fram á þinginu hafa ríflega 10.000 manns tekið þátt í áskorun
samtakanna Orkan okkar til þingmanna um að hafna honum.
Fjórði orkupakkinn er handan við hornið og framkvæmdastjóri orkumála ESB hefur nýlega gefið í
skyn hvers sé að vænta í þeim fimmta. Orkumál eru stórpólitískt málefni fyrir ESB og einnig
Ísland. Hagsmunir Íslands og ESB fara hins vegar illa saman enda aðstæður gjörólíkar. Með því að
undanskilja Ísland löggjöf orkumarkaðar ESB mætti draga úr hættu á að hér á landi magnist upp
veruleg óánægja með EES samninginn.
Orkupakkar ESB markaðsvæða orkukerfið án lýðræðislegrar umræðu
Ísland framleiðir tífalt meiri raforku á hvern íbúa en ESB. Raforkukerfi landsins er að stærstum
hluta í eigu hins opinbera og skilar miklum arði til samfélagsins. Þetta er kjörstaða fyrir almenning
og alls ekki augljóst að almenningur muni njóta ávinnings af markaðsvæðingu kerfisins.
Orkupakkar ESB hafa flutt hingað markaðsvæðingu án þess að lýðræðisleg umræða hafi átt sér stað
um þá stefnu. Hagkvæm orkufyrirtæki í eigu almennings voru bútuð upp með orkupökkum 1 og 2.
Við það jókst kostnaður í raforkukerfi landsins og möguleikar til auðlindastýringar þrengdust.
Stóriðja kaupir megnið af þeirri raforku sem framleidd er í landinu og þar skiptir máli fyrir okkur
að geta samið af styrk til að fá sem hæst verð. Lítill hluti raforkunnar fer til smærri notenda og
neytenda á verði sem í raun getur verið pólitísk ákvörðun.
Hér er óþarfi, og í raun skaðlegt, að búta upp orkufyrirtæki hins opinbera, einkavæða þau eða stofna
söluskrifstofur eða raforkumarkað til þess að bjóða almenningi rafmagnið á lægra verði. En það er
samt sú leið sem ESB hyggst fara. Fátt bendir til að stuðningur sé við þá leið meðal íslenskra
kjósenda.
Sæstrengur til Íslands er enn á PCI-listanum
Tilvist sæstrengs til Íslands á listum ESB yfir mikilvæga uppbyggingu innviða staðfestir vilja ESB
og aðila á Íslandi í því máli. Eðlilegt er að sæstrengurinn hverfi af öllum innviðalistum ESB og fari
ekki þangað aftur nema í kjölfar lýðræðislegrar ákvörðunar að undangenginni opinni umræðu.
Utanríkisráðherra hefur sagt (m.a. á fundi í Salnum í Kópavogi 27. apríl) að búið sé að taka IceLink
verkefni Landsnets og National Grid um raforkustreng milli Íslands og Skotlands út af lista ESB
yfir mikilvæg innviðaverkefni. IceLink er samt enn á þeim lista og engin merki um að hann verði
tekinn af honum.
Engin haldbær gögn hafa komið fram um að Ísland hafi óskað eftir því við ESB að IceLink
verkefnið verði tekið af umræddum lista, né um að ESB hafi samþykkt slíka beiðni. Alþingi þarf
því að inna utanríkisráðherrann eftir staðfestingu frá ESB um að IceLink sé ekki lengur á lista yfir
PCI verkefni.
Ólíklegt að orkupakkinn samrýmist stjórnarskrá Íslands
Í álitsgerð lögmannanna, Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar, um
stjórnskipuleg álitamál vegna þriðja orkupakkans, sem unnin var fyrir Utanríkisráðuneytið, er varað
4
við lagalegri óvissu. Það er óheppilegt að þessum aðvörunarorðum var sleppt í annars ítarlegri
greinargerð með þingsályktunartillögunni:
„Fram hefur komið að ekki standi til að innleiða 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 í landsrétt jafnvel
þótt þriðji orkupakkinn væri tekinn upp í EES-samninginn (að undangengnu samþykki Alþingis á
fyrirliggjandi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017), þar sem Island sé ekki
tengt við innri orkumarkað ESB (t.d. gegnum sæstreng). Að mati höfunda er þó tilþess að líta að
samþykki Alþingi umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-ne fndarinnar óbreytta (og aflétti þar með
stjórnskipulegum _ fyrirvara við hana), þá bakar Island sér þióðréttarlega skuldbindingu til að
innleiða reglugerð nr. 713/2009 í landsrétt, með þeim breytingum/aðlögunum sem leiða a f
umræddri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, sbr. 7. gr. EES-samningsins. Myndi Islandi
því bera skylda til að innleiða reglugerðina í landsrétt með aðlögunum sem leiða a f ákvörðun
sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þetta þýðir jafnframt að taka verður afstöðu tilþess nú þegar
hvort 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 (og aðrir hlutar þriðia orkupakkans e f því er að skipta)
standist stíórnarskrána. ogþað áður en Alþingi ákveður hvort samþykkja skuli umrædda ákvörðun
sameiginlegu FES-nefndarinnar. ” (Álitsgerð, bls. 41.)
Niðurstaða höfunda (bls. 43) er að það sé „vafa undirorpið hvort valdframsalið gangi lengra en
rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar’” og „Verði 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 tekin upp í
FFS-samninginn og innleidd í íslenskan rétt í óbreyttri mynd mun reglugerðarákvæðið_fela í sér
framsal_ framkvæmdarvalds til FSA sem ella væri á hendi íslenskra stjórnvalda. Verður FSA þá
falið vald til að taka ákvarðanir sem munu binda íslensk stjórnvöld að landsrétti og munu um leið
varða hagsmuni mikilsverðra raforkufyrirtækja og notenda raforkukerfisins beint og óbeint. ACFR
myndi einnig hafa umtalsverð áhrif á efni ákvarðana FSA. Umræddar ákvarðanir FSA lúta að
nvtingu takmarkaðrar auðlindar sem felst í raforkuflutningsgetu um grunnvirki yfir landamæri.
Ekki eru fordæmi fyrir slíku valdframsali til alþjóðlegra stofnana á grundvelli FFS-samningsins. ”
Þetta verður varla orðað með skýrari hætti. Fordæmalaust valdframsal til alþjóðlegra stofnana er
varðar mikilvæga hagsmuni, nýtingu takmarkaðra auðlinda og hefur bein og óbein áhrif á
raforkufyrirtæki og notendur hér á landi. Með öðrum orðum brot á stjórnarskrá.
ESA gæti höfðað samningsbrotamál á hendur Íslandi
Friðrik Árni og Stefán Már hafa varað við því að sú leið sem boðuð er gæti verið brot gegn
skuldbindingum Íslands skv. EES-samningnum:
„Ef Alþingi myndi samþykkja ákvörðun sameiginlegu FFS-nefndarinnar frá 5. maí 2017, en léti allt
að einu hjá líða að innleiða reglugerð nr. 713/2009 í landsrétt, þá fæli slíkt í sér brot gegn
skuldbindingum Islands samkvæmt FFS-samningnum og gæti það m.a. orðið tilþess að FSA
höfðaði samningsbrotamál á hendur Islandi. A f sömu ástæðum myndi Alþingi í raun ekki geta fellt
úr gildi lagasetningu sem innleiddi reglugerð nr. 713/2009 í landsrétt. Jafnframt verður ekki séð að
Island geti óskað eftir breytingum á ákvörðun sameiginlegu FFS-nefndarinnar eftir að hún hefur
öðlast endanlegt gildi (með því að Island aflétti stjórnskipulegum fyrirvara við hana). Samkvæmt
framansögðu er vandséð að Islandgæti „afturkallað“ framsal ríkisvalds tilFSA ágrundvelli
reglugerðar nr. 713/2009, e f reglugerðin væri tekin upp í FFS-samningmn.“ – (Álitsgerð, bls. 42.)
Vandséð er hvers vegna þessi aðvörun rataði ekki inn í greinargerð sem fylgir
þingsályktunartillögunni. Það hlýtur að vera mikilvægt að þingmenn geri sér grein fyrir þeirri
lagalegu áhættu sem fylgir málinu.
5
Orkulöggjöf ESB hentar ekki íslenskum aðstæðum
Evrópusambandið glímir við orkuskort. Minna en þriðjungur af raforku ESB er framleiddur án
bruna eða kjarnorku. Raforkuverð er hátt og sveiflast verulega eftir árstíðum, olíuverði og
eftirspurn innan dags. Orkustefna og orkulöggjöf ESB miðar að því að leysa þessi vandamál með
hliðsjón af hagsmunum 28 aðildarríkja og nokkur hundruð milljóna íbúa sem kaupa raforku á
markaði sem þjónað er af þúsundum orkuvera.
Ísland framleiðir meiri raforku á íbúa en nokkur önnur þjóð, tífalt meiri orku en meðaltalið í ESB.
togstreitu og spilli fyrir aðild Íslands að EES-samstarfinu er nauðsynlegt að Ísland fái undanþágu
frá því að innleiða orkulöggjöf ESB.
Orkupakki þrjú styður við sæstreng
Nú telja sumir lögspekingar afar ólíklegt að hægt sé að leggja raforkustreng til Íslands án
samþykkis hérlendra stjórnvalda. Til að taka af allan vafa stendur til að ákvörðun um raforkustreng
verði formlega í höndum Alþingis en ekki stjórnvalda. Gallinn við þessa ráðstöfun er að hún breytir
því ekki að EFTA-dómstóllinn mun hafa lokaorðið um ágreining varðandi EES-samninginn og sá
dómstóll dæmir samkvæmt efni EES-samningsins sjálfs. Þar er ekki litið til einhliða fyrirvara eða
ákvarðana Alþingis.
Það kom mörgum lögspekingum mjög á óvart þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði að Ísland mætti
ekki krefjast frystingar á innfluttu kjöti. Ríkið hefur síðan þurft að greiða innflytjendum milljarða í
skaðabætur.
Fleiri en einn aðili hafa sýnt því áhuga að fjárfesta í raforkustreng til að flytja út orku frá Íslandi.
Þriðji orkupakkinn hefur mikla þýðingu fyrir slíka aðila því hann dregur úr rekstraráhættu tenginga
yfir landamæri. Orkupakki þrjú kemur á fót sjálfstæðri stofnun sem er óháð íslenskum
stjórnvöldum og hefur það hlutverk að tryggja frjálst flæði raforku um strenginn á markaðsverði.
Íslensk stjórnvöld gætu því ekki veitt innlendum notendum forgang að raforku né ákveðið lægra
verð til innlendra notenda en strengnum býðst. Orkupakki þrjú er því mikilvæg forsenda fyrir
rekstur raforkustrengs þótt fleira þurfi að sjálfsögðu að koma til.
Líkur standa til að aðili sem hefði burði til að leggja raforkustreng milli Íslands og ESB gæti stefnt
íslenska ríkinu til greiðslu hárra skaðabóta vegna tapaðra tekna, fallist stjórnvöld eða Alþingi ekki á
lagningu strengsins. EFTA-dómstóllinn myndi í slíku máli úrskurða á grundvelli EES-samningsins
og þar gilda ekki einhliða fyrirvarar. Í skilningi EES-löggjafar er rafmagn vara sem lýtur
fjórfrelsinu og synjun leyfis til að leggja raforkustreng yrði líklega talin hindrun á frjálsu flæði
vörunnar.
Þótt þriðji orkupakkinn feli ekki í sér kvöð til að samþykkja sæstreng frá Íslandi til ESB þá gerir
hann sæstrengsverkefni verðmætari því að hann tryggir sæstreng aðgang að innlendri orku á
markaðsverði. Líklegt er að EFTA-dómstóllinn myndi úrskurða að bann við lagningu sæstrengs
teldist ómálefnaleg hindrun á frjálsu flæði raforku á EES-svæðinu. Í slíku máli gætu
skaðabótakröfur hlaupið á tugum milljarða.
Markaðsvæðing orku án lýðræðislegrar umræðu.
Með orkupökkunum er innleitt hér regluverk sem leiðir til grundvallarbreytinga á fyrirkomulagi
orkumála. Hér á landi hefur orkukerfið verið nær alfarið í sameign þjóðarinnar. Hér er framleidd
tvöfalt meiri raforka á íbúa en í nokkru öðru ríki. Þjóðin nýtur í sameiningu vaxandi arðs af
orkuframleiðslu. Orkumál eru án nokkurs vafa eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar en umræðan
um framtíð orkumála hefur samt ekki verið fyrirferðamikil.
Með orkupökkunum verða umskipti til markaðsvæðingar orkukerfisins, án þess að áður hafi farið
fram ítarleg greining á margvíslegum áhrifum markaðsvæðingar eða að afstaða landsmanna til
slíkrar grundvallarbreytingar hafi verið könnuð. Áður en lengra er haldið á sömu braut væri
skynsamlegt að taka umræðuna, meta kosti og galla og kanna hvort almenn sátt ríki um frekari
markaðsvæðingu orkukerfisins.
7
Við skorum á þingmenn að hafna orkupakkanum
Ágætu alþingismenn, segið nei við staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu FFS-nefndarinnar, nr.
97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við FFS-samninginn (þriðji orkupakkinn).
Beinið þeim tilmælum til sameiginlegu FFS-nefndarinnar að Island verði undanþegið innleiðingu
þriðja orkupakkans enda er Island ekki tengt raforkumarkaði FSB.'“
Fleiri en tíu þúsund manns hafa nú þegar tekið undir ofangreinda áskorun til þingmanna á vef
samtakanna www.orkanokkar.is og verður haldið áfram að taka við undirskriftum á meðan málið er
til meðferðar Alþingis.
Reykjavík 29. apríl 2019
Samtökin Orkan okkar myndu fagna því ef talsmenn þeirra mættu koma á fund nefndarinnar til að
ræða málefnið nánar við nefndina. Undir umsögnina rita f.h. samtakanna Orkan okkar:
Birgir Örn Steingrímsson fjármála- og hagfræðingur
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur
Elinóra Inga Sigurðardóttir frumkvöðull
Erlendur Borgþórsson framkvæmdastjóri
Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur, fv. þingmaður
Guðni Ágústsson fv. ráðherra
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur
Hjörleifur Guttormsson fv. ráðherra
Jón Bjarnason master í búvísindum, fv. ráðherra
Júlíus Valsson gigtarlæknir
Rakel Sigurgeirsdóttir háskólanemi
Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra
Sigurbjörn Svavarsson rekstrarfræðingur, framkvæmdastjóri
Stefán Arnórsson jarðefnafræðingur, prófessor emeritus
Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri
Ögmundur Jónasson fv. ráðherra