Strandir og Norðurland vestra
Suðvestan stormur (Gult ástand) – 4 maí. kl. 11:00 – 5 maí. kl. 01:00
Suðvestanátt, víða 15-23 m/s, en hvassara i vindstrengjum á Tröllaskaga og á Ströndum. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Norðurland eystra
Suðvestan stormur (Gult ástand) – 4 maí. kl. 12:00 – 5 maí. kl. 03:00
Suðvestanátt, víða 15-23 m/s, en hvassara i vindstrengjum vestast á svæðinu. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Miðhálendið
Suðvestanstormur (Gult ástand) – 4 maí. kl. 09:00 – 5 maí. kl. 09:00
Suðvestan 15-25 m/s og mjög hvassir vindstrengir við fjöll, einkum norðan jökla. Einnig getur snjóað og því orðið mjög blind um tíma í hríðinni. Varasamt ferðaveður.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvtlæg átt, 3-8 m/s og þykknar upp og hvessi, 8-13 og dálítil rigning með köflum í nótt og fram eftir morgundeginum. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, suðvestan 13-20 m/s eftir hádegi, en hvassara í vindstrengjum N-lands. Rigning með köflum, en úrkomulítið á A-landi. Hiti 5 til 12 stig að deginum, hlýjast á N-landi. Spá gerð: 03.05.2020 21:27. Gildir til: 05.05.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Yfir Helsingjabotni er 1003 mb lægðasvæði, sem þokast NA, en 600 km S af Reykjanesi er 1026 mb vaxandi hæð á hægri A-leið. Á S-verðu Grænlandshafi er vaxandi 1000 mb lægð á hreyfingu NNA.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Skýjað með köflum og úrkomulítið V til, en léttskýjað eystra. Hiti 6 til 16 stig að deginum, hlýjast á SA-landi.
Á miðvikudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða skýjað, en léttskýjað NA til. Hiti víða 8 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Norðvestanátt og skýjað með köflum, kólnar fyrir norðan og austan.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, dálítil él og víða vægt frost N-lands, en léttskýjað og milt sunnan heiða.
Spá gerð: 03.05.2020 20:16. Gildir til: 10.05.2020 12:00.