Meirihluti nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin um kjararáð falli úr gildi þann 1. júlí n.k. Þar með mun kjararáð verða lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir að skipunartími ráðsmanna kjararáðs renni út þann 30. júní næstkomandi.
Ekki liggur fyrir hvort að úrskurðir Kjararáðs um tuga prósenta hækkanir ofan á ofurlaun undanfarin misseri verði felldir úr gildi en mikil óánægja hefur verið í þjóðfélaginu vegna gífurlegra hækkana Kjararáðs á launum sumra stétta í efri lögum þjóðfélagsins. M.a. hafnaði Forseti Íslands því að taka við launahækkun Kjararáðs þar sem að hún braut gegn siðferðiskennd hans. Ekkert hefur komið fram um hvernig eða hvort leiðréttingar verði gerðar.
Formaður kjararáðs er Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Landsvirkjunar.
Kjararáð er skipað fimm mönnum og fimm til vara. Þrír eru kosnir af Alþingi, Hæstiréttur skipar einn og fjármála- og efnahagsráðherra einn. Sömu aðilar velja vararáðsmenn. Ráðið kýs sér sjálft formann og varaformann úr hópi aðalmanna. Kjararáðsmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn.
Jónas Þór Guðmundsson hefur sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og skemmst er þess að minnast er hann sem formaður sendi beiðni til þáverandi fjármálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar um afturvirka launahækkun fyrir sig og aðrameðlimi Kjararáðs um hækkanir á launum þeirra og það m.a.s. afturvirkt. Benedikt hafnaði því alfarið.
Það var aftur á móti fyrsta verk Bjarna Benediktssonar er hann settist í stól forvera síns í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, að verða við bón Jónasar félaga síns og hækkaði laun Kjararáðs um 7.3 prósent, afturvirkt frá 1. ágúst 2017.
Aðalmenn í Kjararáði eru :
Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti, lét af störfum 5. júlí 2017
Jakob R. Möller, skipaður af Hæstarétti frá og með 5. júlí 2017
Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra
Varamenn:
Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi
Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi
Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi
Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti
Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra
Kjararáð er sjálfstætt ráð sem er falið það verkefni að ákveða laun og starfskjör æðstu embættismanna ríkisins. Í þeim hópi eru alþingismenn, ráðherrar, dómarar, saksóknarar, sendiherrar, ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar sem fara með fyrirsvar fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra við gerð kjarasamninga, forsetaritari, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, ríkissáttasemjari og nefndarmenn úrskurðarnefnda í fullu starfi. Ákvörðun um laun og starfskjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar heyrir undir kjararáð þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um nýtt launafyrirkomulag. Þá segir í bráðabirgðaákvæði með hinum nýju lögum að málum sem við gildistöku laganna hafa verið tekin til meðferðar skuli lokið samkvæmt ákvæðum laga nr. 47/2006.
Eftirtaldir heyra undir úrskurðarvald kjararáðs um laun og starfskjör:
Forseti Íslands, Alþingismenn, Ráðherrar, Dómarar , Saksóknarar, Ráðuneytisstjórar, Sendiherrar, Forsetaritari, Seðlabankastjóri, Aðstoðarseðlabankastjóri, Ríkissáttasemjari. Skrifstofustjórar sem heyra undir ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga
Nefndarmenn yfirskattanefndar, úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, kærunefndar útlendingamála og úrskurðarnefndar velferðarmála sem eru í fullu starfi. Dómarar í Félagsdómi, sbr. 1. mgr. 66. gr. laga nr. 80/1938
Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs samkvæmt bráðabirgðaákvæði þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um nýtt launafyrirkomulag
https://gamli.frettatiminn.is/2018/01/19/urskurdir-kjararads-teknir-til-skodunar/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/02/28/gudni-th-johannesson-afthakkar-haekkun-kjararads-biskup-lagdist-baen-um-haekkun/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/14/thagnarmur-stjornmalamanna-um-kjararad-hefur-rofnad-styrmir-gunnarsson/