Hér eru helstu fréttir LRH frá því klukkan 17:00 til 05:00 samkvæmt dagbók. Níu í klefa þegar þetta er ritað
Lögreglustöð 1
-Tilkynning berst lögreglu um slys á rafhlaupahjóli. Aðili fluttur á bráðamóttökuna. Líðan óþekkt.
– Tvær tilkynningar berst lögreglu um þjófnað í hverfi 105 . Aðili farinn af vettvangi en fannst skömmu síðar. Aðili handtekinn grunaður um verknaðinn á báðum stöðum og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
-Tilkynning berst lögreglu um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 101. Engan að sjá er lögreglu bar að.
– Tilkynning berst lögreglu um eld í ruslagám í hverfi 101. Slökkt var í ruslagáminum . Viðbragsaðilar voru fljótir á vettvang og var það mikið mildi að eldur náði ekki í nærliggjandi hús en litlu mátti muna. Aðili handtekinn á vettvangi grunaður um verknaðinn og hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
-Minniháttar tilkynningar, aðstoð við borgarana sökum ölvunar og veikinda.
-Bifreið stöðvuð í akstri og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglustöð 2
Skráningarmerki tekin af bifreið vegna vanrækslu á endurskoðun.
Lögreglustöð 3
– Minniháttar tilkynningar, aðstoð við borgarana
– Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna og/eða áfengis. Ökumaður lausi eftir blóð sýnatöku.