Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:
- Tilkynnt um óvelkominn mann. Honum gert að yfirgefa.
- Tilkynnt um tvo óvelkomna ölvaða menn á hóteli að stofna til slagsmála. Þeir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
- Einn ölvaður ökumaður stöðvaður í akstri. Hann laus ferða sinna að sýnatöku lokinni.
- Nokkrum ölvuðum ekið heim.
- Einn ökumaður stöðvaður í akstri. Reyndist réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn hafði valdið umferðaóhappi og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
- Lögregla gaf sig á tal við mann sem reyndist vera með fíkniefni á sér. Maðurinn neitaði að framvísa skilríkjum eða segja til nafns að kröfu lögreglu, en endaði samvinnuþýður og var hann laus ferða sinna að skýrslutöku lokinni.
- Einn ökumaður stöðvaður í akstri. Reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Laus að sýnatöku lokinni.
- Þá mega 23 eiga von á sekt vegna bifreiðastöðu.
- Almennt eftirlit.
Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:
- Tilkynnt um þakplötur að fjúka.
- Tilkynnt um mann sem féll af rafmagnshlaupahjóli. Reyndist ölvaður. Laus að sýnatöku lokinni.
- Almennt eftirlit.
Kópavogur – Breiðholt:
- Tilkynnt um ölvaða konu með börnin sín.
- Tilkynnt um æstann mann í haldi dyravarða.
- Almennt eftirlit.
Grafarvogur -Mosfellsbær – Árbær:
- Einn ökumaður stöðvaður í akstri. Reyndist vera sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Laus að sýnatöku lokinni.
- Almennt eftirlit.
Umræða

