• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Hörð átök um kjarabætur og löng verkföll framundan

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
3. september 2018
in Óflokkað
A A
0

Hörð átök um kjarabætur og löng verkföll framundan

Launþegahreyfingar undirbúa nú harða kjarabaráttu eins og fram hefur komið að undanförnu og þar verður ekkert gefið eftir og tal ríkisstjórnarinnar um 4% hækkun er eitthvað sem að formenn launþega brosa að eins og lélegum brandara og vísa út á hafsauga.

Formaður VR og Verkalýðsfélags Akraness segja t.d. að horft verði til hækkana þingmanna og ráðherra sem og forstjóra og þeirra sem að hafa heyrt undir Kjararáð, þegar að kemur að því að taka viðmið í kröfugerð sem nú hefur verið í smíðum í eitt ár. Það lítur út fyrir að það séu átök um kjarabætur og verkföll framundan og ef að marka má það sem fram hefur komið nú þegar, þá eru líklega hörðustu átök á vinnumarkaði í uppsiglingu með verkföllum sem að geta lamað samfélagið og t.d. flugsamgöngur ofl. Mikil reiði er vegna misskiptingar í þjóðfélaginu og sjálftöku sumra hópa, á kostnað annara hópa, eins og málið er sett fram.

Miðað verði við krónutölu hækkanir en ekki prósentur, því að eðli málsins samkvæmt hækka hæstu laun lang mest við að leggja ofan á þau prósentuhækkun og þau lægstu minnst. Í annan stað, þá eru formenn launþega að vísa til 45% hækkunar á launum þingmanna og ráðherra og hækkana á þingfararkaupi. Auk þess sem að þeir ætla að stilla kröfum upp í takti við það sem hefur verið að gerast hjá umbjóðendum Kjararáðs. Sem að hefur hækkað laun um marga tugi prósenta og jafnvel hafa sumir hækkað um helming í launum á vegum Kjararáðs.

Það er augljóst á málflutningi aðila, að himinn og haf er á milli hugmynda þeirra um hækkanir í komandi kjaraðviðræðum og líklegt að það stefni í hörð og löng verkföll margra stétta. Þar sem að annar aðilinn ætlar að miða við 45% hækkun og jafnvel meira þegar að kröfugerð mun birtast í krónum talið en ekki í prósentum.
Á meðan að skýrslugjafi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, nefnir 4% hækkun sem að skilar heilum 7.000 krónum til þeirra tekjulægstu og er í engu samræmi við það sem að hefur verið að gerast á vinnumarkaði t.d. hjá þingmönnum og ráðherrum svo eitthvað sé nefnt. Fjármálaráðherra hefur sagt að það sé lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana og að þær geti sett þjóðarskútuna og fyrirtæki í landinu á hliðina.
Launþegahreyfingar hafa lýst yfir stríði vegna þess að þeim er misboðið, bæði hvað varðar þann málflutning og svo það sem að á undan er gengið í hækkunum til efri laga þjóðfélagsins. Það stríð sem boðað hefur verið, verður að öllum líkindum harðara en nokkur núverandi kynslóð sem að er á vinnumarkaði hefur upplifað.

Vilhjálmur Bjarnason fjallar um málið og birtir súlurit sem sýnir stöðuna:
,, Til upplýsinga því mjög margir í forréttindaelítunni segja að það hafi tekist að hækka lægstu launin „sérstaklega“ umfram aðra hópa í landinu þá vil ég í því samhengi upplýsa um launahækkanir hjá nokkrum forstjórum miðað við hækkun á lægsta launataxta verkafólks frá árinu 1998 til ársins 2017 í krónum talið.
Lægsti launataxti verkafólks hækkaði um 194 þúsund krónur frá 1998 til 2017, forstjóri N1 hefur hækkað um 4 milljónir, forstjóri Eimskips um 3,6 milljónir, forstjóri Samskipa um 3,4 milljónir, forstjóri Icelandair Group um 3,3 milljónir og forstjóri Olís hefur hækkað í mánaðarlaunum um 2 milljónir.

Svo koma þessir snillingar og segja að tekist hafi að hækka lægstu laun umfram aðra í þessu þjóðfélagi en hérna sjáum við svart á hvítu blekkingarnar í kringum prósentuhækkanir
Svona í ljósi þess að margir ráðmenn þjóðarinnar tala ætíð að tekist hafi að hækka lægstu laun sérstaklega umfram aðra og kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað mjög mikið, þá tel ég nauðsynlegt að sýna blákaldar staðreyndir um samanburð á hækkun á lægsta launataxta verkafólks og hækkun á þingfarakaupi frá árinu 1998 til ársins 2018.
Eins og kemur fram á þessari mynd þá var lægsti launataxti verkafólks fyrir 20 árum síðan 63.399 kr. en er í dag 266.735 kr. og hefur því hækkað um 203.336 kr. eða sem nemur 320%
Árið 1998 var þingfarakaupið 220.168 kr. en er árið 2018 komið í 1.101.194 kr. og hefur því hækkað um 881.026 kr. eða sem nemur 400%
Ég bið því þá ráðmenn sem eru að halda þeirri skefjalausu þvælu fram að lægstu laun hafi hækkað sérstaklega umfram aðra að steinhætta slíku bulli.
Það er ekki bara að þingfarakaupið hafi hækkað um 677.690 kr. meira en lægsti launataxti verkafólks heldur hefur þingfarakaupið líka hækkað um 80% meira en lægsti taxti verkafólks.“ Segir Vilhjálmur Birgisson.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    20 deilingar
    Share 8 Tweet 5
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    55 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1401 deilingar
    Share 560 Tweet 350
  • Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi

    50 deilingar
    Share 20 Tweet 13
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?