Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Manninum var hleypt inn og veittur aðgangur að tölvu þar sem hann millifærði umtalsverða fjármuni af bankareikningum heimilisfólksins.

Þetta er alvarleg þróun frá hefðbundnum Microsoft símasvindlum þar sem fjársvikararnir eru nú farnir að fá að því er virðist innlenda aðila til að fara inn á heimili fólks í stað þess að hringja. Lögreglan hvetur alla til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og vill minna á að starfsmenn Microsoft:
- Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga
- Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum
- Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma
Ef þú hefur orðið fyrir fjársvikum:
- Hafðu strax samband við bankann þinn
- Hafðu samband við lögreglu í síma 444-1000
- Safnaðu öllum upplýsingum um atvikið og sendu á cybercrime@lrh.is
Lögreglan er með málið til rannsóknar eins og áður sagði og hvetur alla sem kunna að hafa orðið fyrir álíka fjársvikum til þess að hafa samband.
,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“
Umræða