Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlun almennra framlaga sjóðsins vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2025. Framlögin á árinu eru áætluð 40.220 m.kr.
Fjárhæð framlaga vegna málaflokksins hverju sinni ræðst af fastri 1,44% hlutdeild í útsvarsstofni og 0,235% skatttekna ríkissjóðs og rennur lang stærsti hluti hennar í almenn framlög. Framlögin eru greidd mánaðarlega og fer fyrsta greiðsla ársins 2025 fram í lok febrúar.
Framlögin reiknast á grundvelli samræmdrar stuðningsþarfar notenda þjónustunnar 88%, útsvarsstofni sveitarfélaga og þjónustusvæða 10,75% og innviðum, 1,25%. Hið síðastnefnda, framlag á grundvelli innviða byggir á fjölda þéttbýlisstaða og fjarlægða innan þjónustusvæða.
Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði endurskoðuð í maí 2025.
Umræða