Sextíu og eitt mál var skráð hjá LRH frá klukkan 17-05 og gista sjö aðilar fangageymslu þegar þetta er ritað, hér eru nokkur þeirra mála, listi þessi er ekki tæmandi.
Stöð 1
Óskað eftir aðstoð lögreglu til að stilla til friða á milli farþega og leigubílsstjóra en þeir ekki sammála um gjald fyrir ferð sem var farin og til átaka kom á milli manna.
Erlendum aðila sem var peningalaus og búinn að týna eigum sínum komið til aðstoðar, fékk að gista í fangaklefa þar sem hann átti ekki í nein hús að venda.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna innbrots og þjófnaðar í fyrirtæki í hverfi 101.
Par handtekið í hverfi 104 vegna líkamsárásar, eignaspjalla og vörslu fíkniefna, vistuð í fangaklefum.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna söngkonu sem var að syngja í kareókí og hafði fallið fram af sviðinu á skemmtistað í hverfi 101.
Aðili handtekinn eftir að hafa verið til vandræða á bráðamóttöku, hann hafði einnig verið til vandræða annars staðar í borginni fyrr um nóttina og var því vistaður í fangaklefa þar sem full reynt var að hafa hann úti á meðal almennings í því ástandi sem hann var.
Stöð 2
Afskipti höfð af tveim aðilum sem áttu eitthvað óuppgert við húsráðanda í hverfi 210.
Stöð 3
Par handtekið í hverfi 111 og vistað í fangaklefa fyrir hin ýmsu brot s.s. eignaspjöll, vopnalagabrot, sölu og dreifingu, fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt og fleira.
Stöð 4
Ökumaður sem reyndist sviptur ökuréttindum ásamt því að bifreið sem hann ók var ótryggð stöðvaður í hverfi 110.

