,,Það verður sífellt ljósara að aðhald í opinberum rekstri er munaðarlaus málstaður. Það á bæði við um ríki og sveitarfélög. Braggamálið svonefnda sýnir mjög alvarlega bresti í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar (sem einu sinni var til fyrirmyndar) og dæmin umstjórnlausan vöxt skrifræðisins hjá ríkinu blasa við.
Þegar horft er til opinbers rekstrar og einkarekstrar blasa yfirburðir einkarekstrar við. Auðvitað eru til dæmi um vel rekin opinber fyrirtæki og stofnanir en þau eru því miður of fá.
Einu sinni var það sterk hugsjón hjá Sjálfstæðisflokknum að veita opinberum rekstri sterkt aðhald en smátt og smátt kom í ljós að jafnvel sá flokkur hneigðist til að verða samdauna „kerfinu“. Þegar sú kynslóð í flokknum, sem boðaði „báknið burt“ komst í aðstöðu til að koma því burt varð minna um efndir en til stóð.
Að mörgu leyti má segja, að baráttan fyrir aðhaldi í opinberum rekstri sé eins konar munaðarlaus málstaður. Það er lítið um talsmenn og málsvara þess á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Einn þingmaður Píratahefur þó tekið sér það fyrir hendur og fer augljóslega ofboðslega í taugarnar á „kerfinu“ eins og það leggur sig fyrir vikið.
Þetta er alvarlegt umhugsunarefni.
Kannski ætti baklandið í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur sýntstyrk sinn í umræðum um orkupakka 3, að gera það að næstaverkefni sínu að þrýsta á ráðherra flokksins og þingmenn íþessum efnum.“Skrifar Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri Morgunblaðsins.