Landhelgisgæsla Íslands / Icelandic Coast Guard
Alls voru tíu fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar vegna tveggja umferðarslysa í gær. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á þriðja tímanum vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Öldulón.
Þá var TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, sem var við eftirlit skammt frá einnig kölluð til að flytja slasaða frá Höfn í Hornafirði.
Sex slasaðir voru fluttir með þyrlunum tveimur til Reykjavíkur og fjórir með TF-SIF, þrír úr slysinu við Öldulón og einn úr öðru umferðarslysi sem varð skammt frá Höfn síðdegis í gær. Hér má sjá TF-SIF á flugvellinum á Höfn í gær.
Umræða