Brunavörnum Árnessýslu bárust boð um að eldur væri í bifreið á Eyrarbakka rétt eftir klukkan sex í morgun. Talsverður viðbúnaður var viðhafður þar sem bifreiðin var upp við bensíndælu á bensínstöð.
Fyrstu aðilar á vettvang slógu verulega á eldinn með duft slökkvitækjum en eftir að dælubifreið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang gekk slökkvistarf greiðlega. Talið er að kviknað hafi í bifreiðinni út frá vélbúnaði.
Umræða