-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Öflug hæð norður af Jan Mayen stjórnar veðrinu næstu daga

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Hugleiðingar veðurfræðings
Öflug hæð norður af Jan Mayen stjórnar veðrinu næstu daga og heldur lægðunum fjarri landinu. Á Grænlandshafi er þó lægðardrag, sem þokast nær vesturströndinni og gæti snjóað frá því um tíma á Snæfellsnesi og Vestfjörðum í nótt og fram undir hádegi á morgun. Annars ákveðin suðaustlæg átt og stöku él sunnan og vestan til með hita kringum frostmark, en yfirleitt hægari vindar fyrir norðan, bjartviðri og talsvert frost, einkum í innsveitum.

Veðuryfirlit
Við Ammassalik er 997 mb lægð, sem hreyfist lítið og grynnist, en 300 km N af Jan Mayjen er kyrrstæð og vaxandi 1033 mb hæð. Yfir Írlandi er allvíðáttumikil 992 mb lægð, sem þokast NA og grynnist.

Veðurhorfur á landinu
Suðaustlæg átt, víða 8-15 m/s, 15-23 m/s á Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif, en hægari og yfirleitt víða bjartviðri á Norðurlandi. Snjóar um tíma vestast á landinu í nótt. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til, en kringum frostmark S- og V-til.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-15 m/s og skýjað með köflum, en stöku él eftir hádegi. Hiti nærri frostmarki.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast við SV-ströndina, en sums staðar hægari eystra. Víða lítilsháttar él og líkur á snjókomu um tíma við V-ströndina, en yfirleitt bjartviðri fyrir norðan. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA til, en frostlaust við S- og V-ströndina.

Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst og skýjað með köflum, en dálítil él S- og A-lands. Frost yfirleitt 1 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með éljum á víð og dreif og kólnandi veður.

Á miðvikudag:
Líklega hægir vindar, víða léttskýjað og talsvert frost.