-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Páll Magnússon hættir sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Páll Magnússon alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi en hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fimm ár. Hann segir ákvörðunina vera persónulega. Páll greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í dag :

,,Kæru vinir og vandamenn!

Með þessari kuldalegu páskadagsmynd úr brimrótinu hér í Eyjum sendi ég ykkur bestu hátíðarkveðjur. Og þótt það tengist ekkert upprisunni vil ég líka segja ykkur frá þeirri ákvörðun minni að láta þessi 5 ár sem ég hef verið á þingi duga í landsmálapólitíkinni í bili – og gefa ekki ekki kost á mér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði.

Ég komst raunar að þessari niðurstöðu innra með mér strax um síðustu áramót en ákvað samt að leyfa þessum þremur mánuðum að líða áður en ég tæki endanlega ákvörðun; ef eitthvað það gerðist sem kynni að breyta þessari niðurstöðu.

Það gerðist ekki.

Það er ekki vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni sem ég tek þessa ákvörðun heldur er hún á endanum persónuleg – kemur innan frá. Oft þegar ég hef staðið frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum og áskorunum lýkur vangaveltunum bara með einni einfaldri spurningu: Langar mig nógu mikið til að gera þetta? Svarið að þessu sinni er nei. Ég stóð frammi fyrir nákvæmlega sömu spurningu fyrir tæpum 5 árum og þá var svarið já. En nú hefur áhuginn einfaldlega dofnað – neistinn kulnað.

Og af hverju sagði ég þá fyrir nokkrum vikum að ég ætlaði að gefa kost á mér áfram? Jú, það er einfalda reglan um að þangað til ný ákvörðun er tekin þá gildir sú gamla!

Þetta er sem sagt persónulega niðurstaðan – pólitíska kveðjubréfið kemur svo innan tíðar. Munum að það er ennþá hálft ár eftir af kjörtímabilinu😉

Gleðilega páska kæru vinir!“

Kæru vinir og vandamenn!

Með þessari kuldalegu páskadagsmynd úr brimrótinu hér í Eyjum sendi ég ykkur bestu…

Posted by Páll Magnússon on Sunday, 4 April 2021