Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem olli norðan óveðrinu í gær er enn í grennd við Færeyjar og grynnist nú smám saman. Það dregur því hægt og bítandi úr vindi þó enn blási nokkuð hraustlega, víða norðan 10-18 m/s í dag.
Áframhaldandi rigning um landið norðanvert en víða slydda eða snjókoma til fjalla, og sums staðar má búast við talsverðri úrkomu t.a.m á utanverðum Tröllaskaga. Sunnanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Hiti víða 3 til 8 stig, en að 13 stigum allra syðst.
Á morgun og föstudag er svo áfram útlit fyrir kalda norðlæga átt en hún verður hægari og úrkomuminni en dagana á undan, vindhraði á bilinu 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Spá gerð: 04.06.2025 06:27. Gildir til: 05.06.2025 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Faxaflói, Norðurland eystra og Strandir og norðurland vestra
Veðurhorfur á landinu
Norðan 10-18 m/s í dag en allt að 23 á sunnanverðu Snæfellsnesi. Rigning um landið norðanvert en víða slydda eða snjókoma til fjalla, sums staðar talsverð úrkoma. Hiti 2 til 7 stig. Þurrt að kalla sunnanlands með hita 6 til 13 stig.
Norðan og norðvestan 8-15 á morgun. Rigning eða slydda með köflum á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 04.06.2025 11:18. Gildir til: 06.06.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 5-10 m/s, en norðvestan 8-15 við norðausturströndina. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum og að mestu þurrt. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á laugardag:
Norðlæg átt 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 við norður- og austurströndina. Minnkandi rigning eða slydda norðan- og austanlands, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst.
Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Hæg breytileg átt og víða dálitlar skúrir. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast sunnanlands.
Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Hæg norðlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum austanlands. Hiti 4 til 11 stig.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og skúrir, en bjart með köflum og að mestu þurrt norðantil. Hiti 5 til 12 stig.
Spá gerð: 04.06.2025 08:29. Gildir til: 11.06.2025 12:00.