Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bifreiðinni UL-G00. Bifreiðin er grá Kia Sportage jepplingur árgerð 2019.
Síðast er vitað um ferðir bifreiðarinnar á Breiðholtsbraut við Ögurhvarf um kl. 20:00 í gærkvöldi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.
Umræða