Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á fíkniefnamáli.
Þremenningarnir voru handteknir í umdæminu í gær, en þá var enn fremur farið í húsleitir á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á nokkuð af fíkniefnum í aðgerðum lögreglu, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða