Hellisheiðin verður lokuð til vesturs í allt að tvær klukkustundir vegna áreksturs þriggja bíla. Hjáleið er um Þrengsli. Að sögn lögreglu slasaðist enginn alvarlega.
Vetrarfærð er á landinu öllu og hálka og snjóþekja er á flestum vegum. Éljagangur er víða á landinu og þungbúið veður víða.
Umræða