Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista fimm í fangageymslu lögreglu. Alls eru 50 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Lögregla kölluð til vegna manns sem hafði ógnað öðrum með hnífi innandyra. Mennirnir höfðu verið að rífast og samkvæmt tilkynningunni hafði þá annar þeirra dregið upp eggvopn. Lögregla fór á staðinn og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt um innbrot í verslun í miðbænum. Tilkynnandi verður vitni að innbrotinu og fylgir meintum geranda eftir en komast hann undan. Skömmu síðar hafði lögregla uppá honum í öðru hverfi þar sem hann fannst með þýfið meðferðis og var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Þegar lögregla ætlaði að hafa afskipti af ökumanni í hverfinu reyndi hann að komast undan lögreglu á bifreið. Eftir stutta eftirför var ökumaður stöðvaður og handtekinn og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.