2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Íslendingar ákærðir vegna Samherjamálsins í Namibíu

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Þrír Íslendingar eru meðal vel á þriðja tug manna sem sæta ákæru vegna Samherjamálsins. Þeir eru meðal annars sakaðir um peningaþvætti og skattsvik. Þetta eru þeir Ingvar Júlíusson, Egill Helgi Árnason og Aðalsteinn Helgason en Rúv.is fjallaði fyrst um málið. 

Rannsóknin er mjög flókin og yfirgripsmikil og unnin í samstarfi við yfirvöld í níu löndum, m.a. á Íslandi og í Noregi

Ríkissaksóknari í Namibíu birti ákæruskjölin í morgun en samkvæmt þeim eru 26 ákærðir í fjórtán liðum, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Þeir Ingvar, Egill Helgi og Aðalsteinn stýrðu eða komu að stjórnun fyrirtækja Samherja í Namibíu. Bæði Aðalsteinn og Egill Helgi voru framkvæmdastjórar Samherja í Namibíu.

Egill Helgi er ákærður vegna starfa sinna fyrir Esju Holding og Mermaria Seafood Namibia. Ingvar var fjármálastjóri og er ákærður vegna starfa fyrir Saga Seafood, Esja Investment og Heinaste Investments. Á vef Samherja í morgun segir að samkvæmt namibískum lögum leiði ákæra á hendur fyrirtækjunum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra séu ákærðir, að því er kemur fram í fréttinni.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari í Samherjamálinu

Margar af ákærunum snúa að Íslendingunum og eru þeir meðal annars sakaðir um hafa brotið gegn lögum um skipulagða glæpastarfsemi og stundað bæði skattsvik og peningaþvætti.

Á vef Samherja í morgun segir að ákæran komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem hafi áður verið settar fram. Þær byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar.

En rannsóknin byggir einnig á sjálfstæðri rannsókn ríkissaksóknara í Namibíu sem nær meðal annars til bankafærslna eftir að Jóhannes lét af störfum, gögnum frá Samherja að sögn Rúv.is og greiðslum sem fóru á milli félaga sem tengdust Samherja og svokallaðra hákarla.