Hugleiðingar veðurfræðings
Dálítil lægð hreyfist til austurs, skammt sunnan við land. Lægðinni fylgir allhvöss eða hvöss norðaustanátt allra syðst, frá Eyjafjöllum austur í Öræfi og gæti þar snjóað og skafið um tíma, þ.a. skyggni yrði lélegt. Heldur hægari vindu í öðrum landshlutum og dálítil él á víð og dreif, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Talsvert frost á öllu landinu.
Síðdegis fjarlægist lægðin og léttir þá til sunnan heiða, en éljagangur færist í aukana fyrir norðan. Í kvöld nálgast önnur lægð úr norðri og gengur þá í allhvassa eða hvassa norðvestanátt með snjókomu fyrir norðan, sem heldur síðan áfram á morgun. Einnig hvessir nokkuð víða á morgun og búast má við snörpum vindstrengjum við fjöll, einkum á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Suðausturlandi. Dregur síðan heldur úr vindi og úrkomu á miðvikudag, en verður áfram kalt í veðri. Ferðalangar eru því hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er af stað. Spá gerð: 05.02.2024 06:29. Gildir til: 06.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 8-15 m/s og dálítil él á víð og dreif, 13-20 og sums staðar snjókoma syðst, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Dregur heldur úr vindi síðdegis og léttir til syðra, en vaxandi norðvestanátt og fer að snjóa norðantil í kvöld og nótt. Frost 2 til 16 stig.
Norðan og norðvestan 10-18 m/s og víða snjókoma eða él á morgun, hvassast í vindstrengjum við fjöll, en úrkomulítið syðra. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Minnkandi frost.
Spá gerð: 05.02.2024 05:03. Gildir til: 06.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðvestan og norðan 10-15 m/s og snjókoma eða él, en lengst af úrkomulítið sunnan heiða. Frost 0 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna.
Á miðvikudag:
Norðan 8-15 m/s og él, hvassast á annesjum, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en dálítil él við norður- og austurströndina. Frost 3 til 15 stig, minnst við sjóinn.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Harðnandi frost.
Á laugardag:
Fremur hæg suðaustlæg átt og snjókoma með köflum, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Dregur heldur úr frosti.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hægviðri, él á stöku stað og nokkuð frost um land allt.
Spá gerð: 04.02.2024 20:10. Gildir til: 11.02.2024 12:00.