Efling hefur lagt fram fimm tillögur að lausn í kjaradeilunni við Reykjavíkurborg. Borgin hefur hafnað þeim öllum.
• Á samningafundum 16. og 31. janúar voru tvær ólíkar útgáfur af tilboði um launaleiðréttingu kynntar, byggðar á fyrirmynd frá 2005 í tíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra.
• Á samningafundi 18. febrúar var lagt fram tilboð um samsetta leið til launaleiðréttingar. Tilboðið byggði á jöfnun launabila í töflu að tillögu Reykjavíkurborgar og á álags- og uppbótargreiðslum.
• Loks var borgarstjóra boðið þann 3. mars að ganga til samkomulags um að hann staðfesti „Kastljósstilboðið“ gegn því að verkfalli verði frestað í tvo sólarhringa.
Í dag sendi formaður Eflingar beiðni til ríkissáttasemjara um fund til að ræða efndir á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir. Heildstæð útfærsla á þeim hefur ekki verið lögð fram við samningaborðið.