LRH lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt sakamálarannsókn 007-2024-19975 á hendur mér sem og hjónunum Gunnari Árnasyni og Hlédísi Sveinsdóttur

007-2023-33528 með bréfi fimmtudag 30. maí sl. undirritað af Kristmundi Stefáni Einarssyni aðstoðarsaksóknara. “…Að virtum gögnum málsins er það mat lögreglustjóra að umfjöllun blaðamanns, Halls Hallssonar, verði ekki heimfærð undir refsiákvæði almennra hegningarlaga sem sæta kunna opinberri meðferð.“ Það verður að hrósa embættinu fyrir að afgreiða málið rösklega, lögreglumönnum sem að komu svo og saksóknara.
Mér bárust tíðindin síðdegis þ. 1. júní. Tíðindin eru góð fyrir blaðamenn yfir höfuð en ég hafði verið kærður fyrir skrif mín fyrir brot á 232. grein hegningarlaga 19/1940, svokallað “umsáturs-einelti“, einnig 228. og 233. greinar. Málatilbúnaður á hendur blaðamanni um einelti hafði hneykslað marga lögmenn.
Lögreglan hefur sem sagt hætt rannsókn. Lögreglan í Hafnarfirði hafði hringt í mig á afmælisdag minn 8. maí og boðað til yfirheyrslna, fimm dögum áður en Eva Bryndís Helgadóttir LMG lögmönnum hafði undirritað kæruna, þann 13. maí. Hver sá kæru Evu Bryndísar fram í tímann? Var það sviðsstjóri ákærusviðs, María Káradóttir með sín nánu sambönd … Þetta er ekki hægt að skálda.
NÝR SKILNINGUR LÖGREGLU
Tveir lögreglumenn komu norður og yfirheyrðu mig 16. maí, Stefanía Pálsdóttir og Grímur Thor Bollason Thoroddsen sem sýndu kurteisi á allan hátt. Ég útskýrði ástæður og forsendur fyrir skrifum mínum um “fósturvísamálið“. Þessi kjarni málsins kemur nú fram í fyrsta skipti hjá lögreglu. Gunnar Árnason og Hlédís Sveinsdóttir hafi með bréfum til kærenda óskað eftir því að “… börn kærenda gangist undir erfðafræðilega rannsókn.
Kærðu [Hjónin] hafa haldið því fram að fósturvísum þeirra hafi verið stolið og notaðir í heimildarleysi af öðrum.“ Þessi afstaða lögreglu markar þáttaskil í málinu og er væntanlega sem kjaftshögg á Evu Bryndísi Helgadóttur hjá LMG lögmönnum og hjónin fimm sem kærðu mig. Hin ofurvirka Eva Bryndís er jafnframt lögmaður Livio í Svíþjóð. Atlagan gegn mér sem blaðamanni hefur vakið mikla athygli meðal lögmanna. Ég var með lögreglu- og dómsmál á Mogganum. Ég breytti sjónvarpsfréttum Sjónvarps 1986 og síðar Stöðvar 2 þegar ég átti einstakt samstarf við lögreglu- og dómsyfirvöld og naut mikils trausts.
ART MEDICA/LIVIO RVK Á RADAR LÖGREGLU
Art Medica er nú Livio Reykjavík í eigu Livio AB út frá Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, Livio AB í eigu evrópska risans GeneralLive í eigu Kohlberg Kravis Roberts á Wall Street “eitt af fimm topp hlutabréfafirmum heims; one of top five equity firms globally.“ Art Medica er á radar lögreglu.
Þetta hlýtur að valda skjálfta á Wall Street sem víða um heim, alþjóða fjölmiðlar skoða og spyrjast fyrir um grein mína; Nítján fósturvísum stolið og sett í móðurlíf kvenna-elítu og staðgöngumæðra; Nineteen embryos stolen to the advantage of elite-women involving surrogates. Kári Stefánsson Íslenskri erfðagreiningu í eigu Amgen eins stærsta lyfjarisa heims. Björgólfur Thor Björgólfsson fyrstur Íslendinga á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Sigurður Gísli Pálmason Ikea á Íslandi. Svo eru auðvitað Katrín Jakobsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Davíð Oddsson.
OPINBER RANNSÓKN FARI FRAM
Það hefur skapast forsenda fyrir opinberri rannsókn á “ fósturvísamálinu“ sem raunar verður að fara fram. Ríkissaksóknari getur fyrirskipað slíka rannsókn. Hins vegar er framganga Landspítalans ekkert minna en kolsvört, ofsóknir á hendur hjónunum sem sökuð eru um “…brot gegn valdstjórninni“. Landspítalinn falsaði sjúkraskrár 2016.
Sú fölsun var afhjúpuð af uppljóstrara í október 2020 þegar sjúkraskrár 2012-2020 bárust hjónunum og í ljós komu á fjórða þúsund innbrot.
Enn þann dag í dag heldur Landspítalinn leyndum sjúkraskrám 2008-2011 þvert á lög. Sjúkraskrár eru í eigu fólks. Þvert á lög gaf Landspítalinn út nokkurs konar tilskipun til Persónuverndar um að “sýkna“ 44 lækna fyrir á fjórða þúsund innbrot í sjúkraskrár Hlédísar Sveinsdóttur.
Læknar sem höfðu aldrei heimild til að fara inn í sjúkraskrár. Það voru skýlaus brot á persónuverndarlögum. Jafnframt synjaði Persónuvernd börnum um vitneskju um uppruna sinn. Viku eftir að Umboðsmaður Alþingis hóf að grennslast fyrir um ákvörðun Persónuverndar fór Helga Þórisdóttir í forsetaframboð og gaf þjóðinni fingurinn. Að neðan er nýtt viðtal hjónanna við Gústaf A. Skúlason.