Flokkur fólksins vill aukna festu í útlendingamálum

Þessi málaflokkur hefur verið stjórnlaus í valdatíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og það hefur skapast iðnaður í kringum hann. Aðalatriðið er að þeir sem hingað koma og brjóta af sér hvort sem um er að ræða vegna ofbeldis- kynferðis- eða fíkniefnabrota fari með hraði úr landi. Það gengur ekki að það sé nánast annar hver fangi á Íslandi með erlent ríkisfang.
Mikilvægt að spornað sé við innflutningu á ómenningu, sem felur í sér yfirgang og fyrirlitningu á vestrænum gildum.
Það er rétt að fara yfirkostnaðinn vegna málaflokksins og fá hann með skýrum hætti fram í umræðunni.
Stjórnarandstaðan þvældist fyrir öllum þjóðþrifamálum m.a. breytingum á útlendingamálum sem fólu það í sér að hægt væri að vísa úr landi hættulegum glæpamönnum sem hlotið höfðu hæli á Íslandi og einnig lagði hún stein í afgreiðslu á leigubílamálinu!
Nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni – Hækkaði um helming, 14 milljarðar í stað sjö