Veðuryfirlit
200 km SA af Ammassalik er 967 mb lægð á NA-leið, en yfir S-verðum Bretlandseyjum er 1040 mb hæð sem fer A.
Samantekt gerð: 05.11.2020 13:54.
Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 18-25 m/s og væta með köflum, en víða bjart um landið NA-vert. Dregur úr vindi seint í kvöld og kólnar.
Suðvestan 10-18 og él á morgun, en léttskýjað NA- og A-lands. Hægari og úrkomuminna annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 05.11.2020 18:16. Gildir til: 07.11.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Minnkandi suðvestanátt og skúrir. Suðvestan 10-15 m/s og él á morgun, en heldur hægari og styttir upp undir kvöld. Hiti 0 til 4 stig.
Spá gerð: 05.11.2020 18:25. Gildir til: 07.11.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, 8-13 og lítilsháttar væta á S- og V-landi, annars hægari og bjart að mestu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark NA-til á landinu.
Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið N-lands. Fremur milt í veðri.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu eða slyddu.