Afkoma ríkissjóðs verður að öllum líkindum talsvert verri á næsta ári en gert var ráð fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september. Þetta kemur fram í kynningu til fjárlaganefndar, þar sem reiknað er með tillögum eftir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins.
Fjallað er um málið á vef ríkisútvarpsins og þar segir að þegar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefði lagt frumvarpið fram á haustdögum hafi verið gert ráð fyrir að sjóðurinn yrði rekinn með 41 milljarðs króna halla, en nú er áætlað að hallinn verði enn meiri, eða tæpir 59 milljarðar.
Umræða