Sífellt erfiðara er að eignast íbúðarhúsnæði á Íslandi. Verð íbúða hækkar viðstöðulaust, langt umfram laun, og hefur nú náð fordæmalausum hæðum. Á sama tíma hefur megin stuðningskerfi ríkisins við íbúðakaup launafólks, vaxtabætur, nær algerlega fjarað út.
Í staðinn hafa stjórnvöld sett hluta af því sem sparaðist í stofnfjárstyrki til bygginga leiguíbúða og í hlutdeildarlán. Það gagnast hins vegar einungis mjög litlum hluta þeirra sem áður áttu kost á umtalsverðum vaxtabótum. Á sama tíma hefur ekki verið byggt nægilega mikið. Staðan hefur því stórlega versnað.
Í dag er kaupmáttarleiðréttur húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Það endurspeglar óvenju mikinn kostnað vegna fjármögnunar íbúðakaupa. Þörfin fyrir öflugt vaxtabótakerfi er því hvergi meiri en hér á landi.
Umræða