Mæling á gjá í Ölfusá neðan brúar við Selfoss
Björgunarfélag Árborgar, sérsveit ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Landhelgisgæslu munu framkvæma mælingar á lögun og dýpi gjárinnar neðan brúar yfir Ölfusá laugardaginn 16. mars n.k.
Búnaður þessara aðila ásamt búnaði í einkaeigu mun þá verða notaður við mælingarnar og standa vonir til þess að með mælingunum verði ljóst hvort og hvað, ef eitthvað, er hægt að gera til að ná flaki bifreiðar sem lenti í ánni að kvöldi 25. febrúar s.l. upp úr ánni. Ljóst er að margt þarf að ganga upp til að góður árangur náist með mælingunum.
Umræða