Veðuryfirlit
Yfir Englandi er 1033 mb hæð, sem þokast S en A af Scoresbysundi er 1027 mb hæð. 500 km S af Hvarfi er dýpkandi 1003 mb lægð sem hreyfist allhratt N og síðar NA. Samantekt gerð: 06.03.2021 20:11
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt, 3-10 m/s en austan 8-13 á annesjum norðaustanlands. Súld við norður og austurströndina og dálítil væta norðvestantil annars yfirleitt skýjað með köflum en þurrt. Þykknar víða upp með þokulofti eða súld í kvöld. Breytileg átt, 3-8 á morgun og bjartviðri en lítilsháttar væta norðvestantil framundir hádegi. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands seint annað kvöld. Hiti 0 til 6 stig að deginum en kringum frostmark til fjalla.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri og skýjað með köflum en þykknar upp með þokumóðu í kvöld. Austlæg átt og bjart með köflum á morgun. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp seint annað kvöld. Hiti 3 til 7 stig. Spá gerð: 06.03.2021 18:51. Gildir til: 08.03.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Vaxandi suðaustan átt, 8-15 m/s og rigning fyrir hádegi en þurrt á Norður- og Austurlandi til kvölds. Hiti 2 til 6 stig. Snýst í suðvestan 5-10 með slydduéljum sunnan- og vestanlands síðdegis og kólnar.
Á þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum en dálítil úrkoma við norðaustur ströndina í fyrstu. Heldur vaxandi norðaustanátt og þykknar upp suðaustantil um kvöldið. Hiti 0 til 4 stig syðst annars um frostmark.
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda en snjókoma til fjalla. Úrkomuminna á Suður og Suðvesturlandi. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og skúrir eða él en skýjað með köflum og þurrt á Suður og Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðaustanátt og él norðan og austanlands en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Heldur kólnandi í veðri.